Lífið

Segir oft ein­mana­legt að gigga: „Karl­greyið, hvernig nennir hann að mæta?“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Frosti Logason skrifa
Ingó Veðurguð gaf út eitt vinsælasta lag ársins, Í kvöld er gigg, sem hann segir byggja á upplifun sinni á tónleikahaldi í gegn um árin.
Ingó Veðurguð gaf út eitt vinsælasta lag ársins, Í kvöld er gigg, sem hann segir byggja á upplifun sinni á tónleikahaldi í gegn um árin. Stöð 2

Það er óhætt að segja Ingó veðurguð eigi eitt af lögum ársins 2020 en lagið hans Í kvöld er gigg sem kom út í byrjun árs var á allra vörum í sumar og toppaði alla helstu vinsældalista landsins. Lagið þykir mjög einlægt og persónulegt en í því má greina einhverja angist poppstjörnunnar sem komist hefur á toppinn en áttar sig á að þar getur bæði verið kalt og einmanalegt. þessa dagana. Rætt var við Ingó í Íslandi í dag í kvöld til að heyra söguna á bakvið smellinn sem allir eru að raula þessa dagana. 

„Ég samdi þetta í október í fyrra og svo mallaði þetta en ég var jafn lengi að semja þetta og ég er að spila það. Það kom eiginlega allt og flæddi,“ segir Ingó.

„Ég var á frekar erfiðum stað í lífinu þarna, frekar skrítnum, var búinn að gigga alveg ofboðslega mikið og fattaði bara eitt kvöldið að ég nennti ekki af stað,“ segir hann.

Hann segir þetta hafa gerst nokkrum sinnum áður þar sem hann hafi ekki fengið hugmynd um að semja lag heldur hafi hann bara sest niður með gítarinn og byrjað. „Allt í einu var bara komið heilt lag og textabrotin að koma saman mjög hratt. Svo var þetta bara orðið til og ég leyfði einhverjum að heyra demó-ið að þessu en ætlaði kannski aldrei að gefa þetta út,“ segir hann.

Ingó segist ekki hafa dottið í hug að þetta lag gæti slegið í gegn en hann engu að síður viljað gefa það út til að sýna hlustendum sínum svolítið aðra hlið á lífi sínu sem fáir hafi getað ímyndað sér

„Það er einhver sannleikur í þessu lagi,“ segir Ingó. „Mér finnst það, að þegar ég gef út lög, þá verður hver og einn að túlka lagið sjálfur. Ég hef einhverja tilfinningu fyrir þessu sjálfur þegar ég bý þetta til en svo skil ég þetta eftir og sumir verða rosa glaðir þegar þeir heyra þetta á meðan aðrir hugsa „karlgreyið, hvernig nennir hann að mæta hérna,“ segir Ingó.

„Það hafa komið skemmtileg augnablik þar sem ég hef verið að gigga og tekið þetta í dramatískari útgáfu þar sem er augljóst að ég nenni ekkert að vera að syngja þetta lag og samt eru allir dansandi ofan í mér og í þvílíkum gír,“ segir Ingó.

Hann segir fólk oft ekki átta sig á því hve mikið það taki á að skemmta öðru fólki. Hann komi oft heim eftir tónleika alveg búinn á því og segist oft gefa allt sitt á giggum.

„Það átta sig ekki allir á því að þegar skemmtikraftar eru að koma fram þá verðurðu stundum andlega þreyttur. Eftir gigg ertu oft mjög lúinn, tómur andlega. Sérstaklega ef þú giggar svona mikið,“ segir Ingó.

Já Ingó hefur á undanförnum árum verið einn duglegasti skemmtikrafturinn í bransanum og segir hann ekki óvanalegt að spila einhver tíu gigg á viku og stundum eru þau fleiri en fimm á sama kvöldinu.

Hann segir það einnig hafa tekið á að vera alltaf einn á ferð, en eins og margir vita hóf Ingó feril sinn í hljómsveit sem þróaðist svo í að hann fór að spila einn síns liðs. Það geti oft verið einmanalegt að ferðast einn, oft lengi í einu, reyna að halda öllum boltum gangandi, svara í símann og gefa svo allt af sér á tónleikunum sjálfum.

Hægt er að horfa á viðtalið við Ingó í heild sinni í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Dauða­drukkinn á virkum dögum þjakaður af ein­mana­leika

Ingó segir að hann hafi upplifað að hann væri misskilin af kollegum sínum í listageiranum. Hann ræðir einnig um drykkjuna og hvernig hann lék sér að því að vera aleinn blindfullur innan um fólk sem hafði gagnrýnt hann.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.