Innlent

Fjórir starfsmenn og einn skjólstæðingur á Reykjalundi smitaðir

Samúel Karl Ólason skrifar
Átján starfsmenn fóru í sóttkví og þeir skjólstæðingar sem höfðu verið í návist þess sem smitaðist fóru einnig í sóttkví og sýnatöku, eða þeir gerðu hlé á sinni meðferð á Reykjalundi. Nú er ljóst að fleiri eru smitaðir.
Átján starfsmenn fóru í sóttkví og þeir skjólstæðingar sem höfðu verið í návist þess sem smitaðist fóru einnig í sóttkví og sýnatöku, eða þeir gerðu hlé á sinni meðferð á Reykjalundi. Nú er ljóst að fleiri eru smitaðir. Vísir/Vilhelm

Fjórir starfsmenn Reykjalunds hafa smitast af Covid-19 og minnst einn skjólstæðingur, svo vitað sé. Hluta af starfsemi Reykjalunds var lokað um tíma eftir að starfsmaður greindist smitaður af Covid-19 í síðustu viku.

Átján starfsmenn fóru í sóttkví og þeir skjólstæðingar sem höfðu verið í návist þess sem smitaðist fóru einnig í sóttkví og sýnatöku, eða þeir gerðu hlé á sinni meðferð á Reykjalundi. Nú er ljóst að fleiri eru smitaðir.

Í tilkynningu frá endurhæfingarstofnuninni segir að framkvæmdastjórn Reykjalunds hafi ákveðið að gera meðferðahlé í dag- og göngudeildum vikuna 21. til 25. september. Starfsemi Reykjalunds verður því í lágmarki vikuna sem er að hefjast.

„Við hörmum þau óþægindi sem þetta kann að valda skjólstæðingum og starfsfólki. Jafnframt ber að þakka starfsfólki Reykjalundar og öðrum sem að málinu hafa komið, fyrir snör og markviss vinnubrögð sem vonandi hafa leitt til þess að búið er að ná eins góðum tökum á ástandinu og mögulegt er,“ segir í yfirlýsingu frá Pétri Magnússyni, forstjóra Reykjalundar.

Starfsemi Reykjalundar í lágmarki vikuna 21.-25. september 2020 Í síðustu viku greindist Covid-smitaður einstaklingur á...

Posted by Reykjalundur endurhæfingarmiðstöð SÍBS on Sunday, 20 September 2020


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.