Innlent

Ó­sam­mála ráð­herra um að endur­greiðslu­kerfi til kvik­mynda­gerðra sé sam­keppnis­hæft

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Leifur B. Dagfinnsson, kvikmyndaframleiðandi hjá True North, segist ósammála Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttr, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndaframleiðslu hér á landi sé alþjóðlega samkeppnishæft.
Leifur B. Dagfinnsson, kvikmyndaframleiðandi hjá True North, segist ósammála Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttr, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndaframleiðslu hér á landi sé alþjóðlega samkeppnishæft. Vísir/Vilhelm

Kvikmyndaframleiðandi segist ósammála iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að kerfi endurgreiðslna til kvikmyndagerðar sé alþjóðlega samkeppnishæft. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sagði á iðnþingi í gær að hún hefði efasemdir um að auka styrki til kvikmyndagerðar.

Leifur B. Dagfinnsson, kvikmyndaframleiðandi hjá True North, segir þörf á því að endurgreiðslur til kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu hér á landi verði hækkaðar. Það muni skila sér margfalt inn í hagkerfið.

„Endurgreiðslan er ekki styrkur heldur er þetta endurgreiðsla á peningum sem hafa þegar komið inn í hagkerfið, hafa borgað alla skattaskyldu, hafa borgað fullt af launum, búin að fara inn í ferðaþjónustuna og streyma þar um í okkar hagkerfi. Þegar hann er búinn að gera það er hann endurgreiddur að hluta til sem er í dag 25 prósent, eftir um það bil 9 til 12 mánuði,“ segir Leifur.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði á Iðnþingi í gær að ekki væri þörf á frekari endurgreiðslum.

„Þær endurgreiðslur hafa verið eftirsóttar af erlendum framleiðendum, svo mjög reyndar að áætlaðar endurgreiðslur þessa árs nema hátt í þremur milljörðum króna sem sprengdu fjárheimildir okkar margfalt.,“ sagði Þórdís Kolbrún á Iðnþingi í gær.

Hún hafi efasemdir um að hækka eigi styrkhlutfalli'ð

„Í fyrsta lagi vegna þess að kerfið er alþjóðlega samkeppnishæft nú þegar og í öðru lagi vegna þess að ég hef almennt efasemdir um mikinn ríkisstuðning við atvinnustarfsemi.“

Þá sagði hún að kerfið væri alþjóðlega samkeppnishæft. Leifur segist ósammála því.

„Já, ég myndi segja að kerfið okkar er ágætt. Það er ágætt fyrir þessar myndir sem koma hingað í mjög litlu mæli,“ segir Leifur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×