Syngur um hve lífið er dýrmætt eftir að læknir kom auga á váboða í golfi Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2020 09:00 Herbert Guðmundsson, söngvari, hefur sent frá sér nýtt lag sem heitir Lífið. Herbert Guðmundsson gaf nýverið út lagið Lífið sem hefur fengið talsverða spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins. Hebbi, eins og hann er jafnan kallaður, var heldur betur minntur á hve dýrmætt lífið er á dögunum þegar hjartalæknir var með honum í golfi í sumar og tók eftir að því að ekki var allt með felldu. Hebbi hafði fundið fyrir seiðingi í brjóstkassanum. Hann taldi þetta vera merki um stífleika og hafði reynt að teygja það úr sér. Hann harkaði verkinn af sér og hélt áfram sínu daglega lífi. Þegar hann var staddur í golfi á Urriðavelli Golfklúbbsins Odds hitti hann fyrir hjartalækninn Ásgeir Jónsson, sem einnig er kylfingur. Hebbi lýsir verknum fyrir Ásgeiri sem svarar um hæl að honum lítist ekki á blikunum og boðar Hebba í skoðun. Í ljós kom að Hebbi var með þrengingu í einni af kransaæðunum sem var lagfært með hjartaþræðingu. „Ég er eins og nýsleginn túskildingurinn í dag,“ segir söngvarinn í samtali við Vísi. „Hefði ég ekki hitt Ásgeir lækni í golfi þá hefði þetta mögulega farið mun verr. Ég er honum alveg ótrúlega þakklátur,“ bætir Hebbi við. Hann hefur skemmt Íslendingum til fjölda ára og slær hvergi slöku við. Í dag má heyra hann syngja um hversu verðmætt lífið er í nýjasta lagi sínu. Lagið vann hann með syni sínum Svani en textinn er eftir Friðrik Sturluson sem margir kannast við úr hljómsveitinni Sálinni hans Jóns míns. Sonur hans Svanur leikur á hljómborð í laginu. Vignir Snær leikur og gítar og stjórnar upptökum, Róbert Þórhallsson sér um bassaleikinn, Magnús Magnússon slær taktinn á trommur, Kristinn Svavarsson blæs í saxafón og Pétur Örn Guðmundsson syngur bakraddir. Lagið má heyra hér fyrir neðan: Heilsa Tónlist Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira
Herbert Guðmundsson gaf nýverið út lagið Lífið sem hefur fengið talsverða spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins. Hebbi, eins og hann er jafnan kallaður, var heldur betur minntur á hve dýrmætt lífið er á dögunum þegar hjartalæknir var með honum í golfi í sumar og tók eftir að því að ekki var allt með felldu. Hebbi hafði fundið fyrir seiðingi í brjóstkassanum. Hann taldi þetta vera merki um stífleika og hafði reynt að teygja það úr sér. Hann harkaði verkinn af sér og hélt áfram sínu daglega lífi. Þegar hann var staddur í golfi á Urriðavelli Golfklúbbsins Odds hitti hann fyrir hjartalækninn Ásgeir Jónsson, sem einnig er kylfingur. Hebbi lýsir verknum fyrir Ásgeiri sem svarar um hæl að honum lítist ekki á blikunum og boðar Hebba í skoðun. Í ljós kom að Hebbi var með þrengingu í einni af kransaæðunum sem var lagfært með hjartaþræðingu. „Ég er eins og nýsleginn túskildingurinn í dag,“ segir söngvarinn í samtali við Vísi. „Hefði ég ekki hitt Ásgeir lækni í golfi þá hefði þetta mögulega farið mun verr. Ég er honum alveg ótrúlega þakklátur,“ bætir Hebbi við. Hann hefur skemmt Íslendingum til fjölda ára og slær hvergi slöku við. Í dag má heyra hann syngja um hversu verðmætt lífið er í nýjasta lagi sínu. Lagið vann hann með syni sínum Svani en textinn er eftir Friðrik Sturluson sem margir kannast við úr hljómsveitinni Sálinni hans Jóns míns. Sonur hans Svanur leikur á hljómborð í laginu. Vignir Snær leikur og gítar og stjórnar upptökum, Róbert Þórhallsson sér um bassaleikinn, Magnús Magnússon slær taktinn á trommur, Kristinn Svavarsson blæs í saxafón og Pétur Örn Guðmundsson syngur bakraddir. Lagið má heyra hér fyrir neðan:
Heilsa Tónlist Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira