Lífið

Bíóbíll RIFF á ferð um landið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bíóbíllinn er farinn af stað.
Bíóbíllinn er farinn af stað. Vísir/vilhelm

Bíóbíll RIFF er nú á hringferð í kringum landið og færir áhorfendum á öllum aldri bíó í heimabyggð. Á dagskrá eru sérvaldar barnastuttmyndir af dagskrá RIFF, alþjóðlegar stuttmyndir frá ýmsum Evrópulöndum tilnefndar til EFA og stórmyndin Dancer in the Dark.

Ánægja og velvilji hefur ríkt varðandi framtakið og er verkefnið unnið í góðu samstarfi við forsvarsmenn menningarmála í þeim byggðalögum sem heimsótt eru. Í kvöld verður Bíóbíllinn við Víkurröst á Dalvík og segir Aðalheiður Ýr Thomas starfsmaður í Menningarhúsinu Bergi að íbúar Dalvíkur séu spenntir fyrir öllum nýjungum og uppákomum í bænum og sérstaklega á tímum sem nú.

„Við tökum framtakinu fagnandi og á morgun verður bíllinn við Menningarhúsið Berg með sýningar fyrir börn og þá ætlum við að bjóða heitt kakó og kleinur á eftir til að skapa svolitla stemningu. Sjálfri finnst mér mjög gaman að fara í bíó en það kostar bílferð á Akureyri svo það er frábært að geta fengið bíó sent heim,“ segir Aðalheiður.

Bíóbílinn mun stoppa á Hvammstanga, Dalvík, Raufarhöfn, Egilsstöðum, Eskifirði, Höfn í Hornafriði og Reykholti.

Á heimasíðu RIFF www.riff.is má sjá dagsetningar áfangastaða og kaupa miða en aðgangseyrir á kvöldin er 1.990 kr. fyrir bílinn en önnur dagskrá er ókeypis.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.