Innlent

Smit hjá starfs­manni Seðla­bankans

Atli Ísleifsson skrifar
Seðlabankinn.
Seðlabankinn. Vísir/Vilhelm

Starfsmaður í Seðlabanka Íslands greindist með Covid-19 í morgun. Frá þessu segir í frétt á vef RÚV.

Haft er eftir Stefáni Jóhanni Stefánssyni, ritstjóra í Seðlabankanum, að stór hluti starfsfólks sé í fjarvinnu í dag og að verið sé að skoða hvort að senda þurfi starfsfólk í sóttkví.

Hann segir að þó sé hluti starfsfólks í húsi og að áhersla verði áfram lögð á að viðhalda venjubundnum smitvörnum í bankanum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×