„Við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 18. september 2020 11:36 Víðir Reynisson. Vísir/Vilhelm 21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. „Þetta var svo sem það sem við bjuggumst við. Við áttum von á því að sjá svipaðar tölur og í gær, við vorum að skima mjög mikið og taka mjög mikið af sýnum og það var verið að miða á þá hópa sem höfðu verið útsettir. Þannig að miðað við stöðuna og þróun síðustu daga þá kom þetta ekki á óvart en þetta minnir okkur líka á það að við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort smitin séu öll sama afbrigði af veirunni segir Víðir raðgreiningartölur fyrir sýni gærdagsins ekki komnar en það sé í vinnslu hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá hafði hann ekki upplýsingar um líðan þeirra tveggja sem nú eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Skimað hefur verið fyrir veirunni á meðal nemenda og starfsfólks Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í vikunni eftir að smit greindust hjá starfsfólki HÍ og nemendum í HR. Víðir segir að það sjáist ekki staðfest smit innan háskólanna sjálfra. „En það eru ansi margir nemendur háskólanna, af því það tengist náttúrulega því að meðalaldur fólksins sem er að greinast núna er lægri en hann hefur verið og það er mikið af því háskólanemar en við erum ekki að sjá staðfest smit innan háskólanna, við getum ekki tengt það þannig.“ En tengið þið þessi smit eitthvað við Irishman Pub eða skemmtanalífið? „Þeir sem hafa greinst síðustu þrjá daga, það fjölgar í þeim hópi sem eru með tengingar inn á pöbba í miðbænum og það er alveg um helmingur þeirra sem hafa greinst síðustu daga sem hefur tengingar inn í næturlífið síðasta föstudagskvöldið,“ segir Víðir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. Víðir segist ekki vita til þess að það sé í umræðunni að fara í hertari aðgerðir á næstu dögum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. „Þetta var svo sem það sem við bjuggumst við. Við áttum von á því að sjá svipaðar tölur og í gær, við vorum að skima mjög mikið og taka mjög mikið af sýnum og það var verið að miða á þá hópa sem höfðu verið útsettir. Þannig að miðað við stöðuna og þróun síðustu daga þá kom þetta ekki á óvart en þetta minnir okkur líka á það að við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort smitin séu öll sama afbrigði af veirunni segir Víðir raðgreiningartölur fyrir sýni gærdagsins ekki komnar en það sé í vinnslu hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá hafði hann ekki upplýsingar um líðan þeirra tveggja sem nú eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Skimað hefur verið fyrir veirunni á meðal nemenda og starfsfólks Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í vikunni eftir að smit greindust hjá starfsfólki HÍ og nemendum í HR. Víðir segir að það sjáist ekki staðfest smit innan háskólanna sjálfra. „En það eru ansi margir nemendur háskólanna, af því það tengist náttúrulega því að meðalaldur fólksins sem er að greinast núna er lægri en hann hefur verið og það er mikið af því háskólanemar en við erum ekki að sjá staðfest smit innan háskólanna, við getum ekki tengt það þannig.“ En tengið þið þessi smit eitthvað við Irishman Pub eða skemmtanalífið? „Þeir sem hafa greinst síðustu þrjá daga, það fjölgar í þeim hópi sem eru með tengingar inn á pöbba í miðbænum og það er alveg um helmingur þeirra sem hafa greinst síðustu daga sem hefur tengingar inn í næturlífið síðasta föstudagskvöldið,“ segir Víðir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. Víðir segist ekki vita til þess að það sé í umræðunni að fara í hertari aðgerðir á næstu dögum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira