Líðan hins slasaða sögð stöðug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2020 11:01 Rafmagnslínur á hálendinu. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Líðan karlmanns sem slasaðist í alvarlegu slysi við tengivirki í Breiðadal fyrir botni Öndunarfjarðar í gær er sögð stöðug. Maðurinn fékk í sig mikinn straum og féll úr töluverðri hæð. Fulltrúar Mannvirkjastofnunar og vinnueftirlitsins rannsaka tildrög slyssins. Karlmaðurinn, sem er á sextugsaldri, var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar og í framhaldinu með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Hann liggur inni á Landspítalanum og er líðan hans stöðug að sögn Elíasar Jónatanssonar, orkubússtjóra á Vestfjörðum. Hann segist ekki hafa frekari upplýsingar um málið og bendir á að slysið hafi orðið í kerfishluta Landsnets. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, staðfestir að óháð rannsókn Mannvirkjastofnunar og Vinnueftirlits standi yfir á atvikinu. „Það er verið að taka út atburðina og fara yfir hvað gerðist,“ segir Steinunn. Á meðan geti hún lítið tjáð sig um málið. „Hræðilegt þegar svona gerist“ Um er að ræða 66 kV flutningskerfi sem geta borið allt að 66 þúsund volt. Steinunn segir að straumur hafi ekki verið á línunni en þó á tengiverkinu eins og eðlilegt sé. Aðspurð hvort slys sem þessi hafi komið upp áður segir hún fyrirtækið hafa verið heppið en það leggi líka mikið upp úr öryggismálum. „Bæði Landsnet og Orkubú eru fyrirtæki sem leggja rosalega mikla áherslu á öryggismál. Allt okkar fólk fær mikla þjálfun og er þrautþjálfað að vinna við svona aðstæður. Sem betur fer hafa ekki orðið mörg slys við svona aðstæður.“ Hún segir hug fyrirtækisins hjá samstarfsfólki sínu hjá Orkubúinu. „Það er alltaf hræðilegt þegar svona gerist.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Landsnets. Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fluttur með sjúkraflugi suður eftir alvarlegt slys í Önundarfirði Alvarlegt slys varð í spennistöð Orkubús Vestfjarða á fjórða tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar en var skömmu síðar fluttur með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð og er verið að skoða aðstæður. 17. september 2020 17:33 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Líðan karlmanns sem slasaðist í alvarlegu slysi við tengivirki í Breiðadal fyrir botni Öndunarfjarðar í gær er sögð stöðug. Maðurinn fékk í sig mikinn straum og féll úr töluverðri hæð. Fulltrúar Mannvirkjastofnunar og vinnueftirlitsins rannsaka tildrög slyssins. Karlmaðurinn, sem er á sextugsaldri, var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar og í framhaldinu með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Hann liggur inni á Landspítalanum og er líðan hans stöðug að sögn Elíasar Jónatanssonar, orkubússtjóra á Vestfjörðum. Hann segist ekki hafa frekari upplýsingar um málið og bendir á að slysið hafi orðið í kerfishluta Landsnets. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, staðfestir að óháð rannsókn Mannvirkjastofnunar og Vinnueftirlits standi yfir á atvikinu. „Það er verið að taka út atburðina og fara yfir hvað gerðist,“ segir Steinunn. Á meðan geti hún lítið tjáð sig um málið. „Hræðilegt þegar svona gerist“ Um er að ræða 66 kV flutningskerfi sem geta borið allt að 66 þúsund volt. Steinunn segir að straumur hafi ekki verið á línunni en þó á tengiverkinu eins og eðlilegt sé. Aðspurð hvort slys sem þessi hafi komið upp áður segir hún fyrirtækið hafa verið heppið en það leggi líka mikið upp úr öryggismálum. „Bæði Landsnet og Orkubú eru fyrirtæki sem leggja rosalega mikla áherslu á öryggismál. Allt okkar fólk fær mikla þjálfun og er þrautþjálfað að vinna við svona aðstæður. Sem betur fer hafa ekki orðið mörg slys við svona aðstæður.“ Hún segir hug fyrirtækisins hjá samstarfsfólki sínu hjá Orkubúinu. „Það er alltaf hræðilegt þegar svona gerist.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Landsnets.
Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fluttur með sjúkraflugi suður eftir alvarlegt slys í Önundarfirði Alvarlegt slys varð í spennistöð Orkubús Vestfjarða á fjórða tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar en var skömmu síðar fluttur með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð og er verið að skoða aðstæður. 17. september 2020 17:33 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Fluttur með sjúkraflugi suður eftir alvarlegt slys í Önundarfirði Alvarlegt slys varð í spennistöð Orkubús Vestfjarða á fjórða tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar en var skömmu síðar fluttur með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð og er verið að skoða aðstæður. 17. september 2020 17:33
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels