Vildu sýna á fallegan hátt líkamlega og andlega nánd milli karlmanna Stefán Árni Pálsson skrifar 18. september 2020 13:30 Tvö dónaleg haust gefur út nýja plötu á næstunni. Hljómsveitin Tvö dónaleg haust fagnar 30 ára starfsafmæli á þessu ári. Einnig slagar í tuttugu ár frá útkomu síðustu plötu sveitarinnar Mjög fræg geislaplata sem innihélt lög eins og Ljóti karlinn og Prakkararastrákur. Í tilefni af því, stöðugum tónlistarlegum þorsta og þörfinni fyrir að skapa saman hefur sveitin nú í þrjú ár unnið að nýrri plötu um persónulega nústöðu sína í framrás tímans. Sú plata ber nafnið Miðaldra og er hárbeitt og húmorísk skoðun á veruleika okkar sem miðaldra karlmanna. Lagið Ég er til er fyrsta lagið sem var samið fyrir plötuna Miðaldra. Guðmundur Ingi, söngvari samdi lag og texta og segir: „Lagið er óður til þessarar 30 ára vináttu. Við, þessi 6-7 manna kjarni í Tveimur dónalegum haustum tókum algeru ástfóstri hver við annan þegar við kynntumst í Menntaskólanum á Akureyri. Við byrjuðum að rotta okkur saman þarna um 1990, þegar Sigfús trommari, sem er árinu yngri en við byrjaði í skólanum. Síðan þá höfum við farið saman í gegnum lífið, gegnum súrt og sætt, gleði og sorg og það magnaða við þennan vinskap er hversu sterkur sköpunarkraftur og lífshúmor er í honum. Í dag erum við búsettir í þremur löndum og einn á Akureyri, en ef það er gigg, mæta menn ef þeir eiga einhvern lífsins möguleika á því,“ segir Guðmundur. Tryggvi Már gítarleikari og Ómar Örn básúnuleikari leikstýrðu myndbandinu og Tryggvi og Ernir Ómarsson bera ábyrgð á myndatöku en Tryggvi sá um eftirvinnslu og klippingu. Ómar og Tryggvi segja um myndbandið: „Okkur langaði að fanga kjarnann í þessari vináttu. Okkur langaði í myndband sem sýndi á fallegan hátt að líkamleg og andleg nánd milli karlmanna er falleg og ekki feimnismál, að miðaldra karlmannslíkami er fallegur með allri þeirri lífsreynslu sem á honum má sjá. Einnig þessa ungæðislegu orku og gleði sem sprettur alltaf fram þegar við hittumst. Það má jafnvel segja að barnsleg einlægni og sköpunarþörf losni úr læðingi þegar við komum saman. Aldurinn hefur svo sannarlega ekki tekið það frá okkur,“, segja þeir félagar hlæjandi. Platan Miðaldra er væntanleg í lok september. Útgáfutónleikar sveitarinnar fara fram á Hard Rock laugardaginn 7. nóv næstkomandi. Hér að neðan má sjá myndbandið. Klippa: Tvö dónaleg haust - Ég er til Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Sjá meira
Hljómsveitin Tvö dónaleg haust fagnar 30 ára starfsafmæli á þessu ári. Einnig slagar í tuttugu ár frá útkomu síðustu plötu sveitarinnar Mjög fræg geislaplata sem innihélt lög eins og Ljóti karlinn og Prakkararastrákur. Í tilefni af því, stöðugum tónlistarlegum þorsta og þörfinni fyrir að skapa saman hefur sveitin nú í þrjú ár unnið að nýrri plötu um persónulega nústöðu sína í framrás tímans. Sú plata ber nafnið Miðaldra og er hárbeitt og húmorísk skoðun á veruleika okkar sem miðaldra karlmanna. Lagið Ég er til er fyrsta lagið sem var samið fyrir plötuna Miðaldra. Guðmundur Ingi, söngvari samdi lag og texta og segir: „Lagið er óður til þessarar 30 ára vináttu. Við, þessi 6-7 manna kjarni í Tveimur dónalegum haustum tókum algeru ástfóstri hver við annan þegar við kynntumst í Menntaskólanum á Akureyri. Við byrjuðum að rotta okkur saman þarna um 1990, þegar Sigfús trommari, sem er árinu yngri en við byrjaði í skólanum. Síðan þá höfum við farið saman í gegnum lífið, gegnum súrt og sætt, gleði og sorg og það magnaða við þennan vinskap er hversu sterkur sköpunarkraftur og lífshúmor er í honum. Í dag erum við búsettir í þremur löndum og einn á Akureyri, en ef það er gigg, mæta menn ef þeir eiga einhvern lífsins möguleika á því,“ segir Guðmundur. Tryggvi Már gítarleikari og Ómar Örn básúnuleikari leikstýrðu myndbandinu og Tryggvi og Ernir Ómarsson bera ábyrgð á myndatöku en Tryggvi sá um eftirvinnslu og klippingu. Ómar og Tryggvi segja um myndbandið: „Okkur langaði að fanga kjarnann í þessari vináttu. Okkur langaði í myndband sem sýndi á fallegan hátt að líkamleg og andleg nánd milli karlmanna er falleg og ekki feimnismál, að miðaldra karlmannslíkami er fallegur með allri þeirri lífsreynslu sem á honum má sjá. Einnig þessa ungæðislegu orku og gleði sem sprettur alltaf fram þegar við hittumst. Það má jafnvel segja að barnsleg einlægni og sköpunarþörf losni úr læðingi þegar við komum saman. Aldurinn hefur svo sannarlega ekki tekið það frá okkur,“, segja þeir félagar hlæjandi. Platan Miðaldra er væntanleg í lok september. Útgáfutónleikar sveitarinnar fara fram á Hard Rock laugardaginn 7. nóv næstkomandi. Hér að neðan má sjá myndbandið. Klippa: Tvö dónaleg haust - Ég er til
Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Sjá meira