Tvö dónaleg haust gefa út sitt fyrsta lag í sautján ár Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júní 2018 14:30 Meðlimir hljómsveitarinnar eru Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Ómar Örn Magnússon, Sigfús Ólafsson, Skúli Magnús Þorvaldsson, Stefán Gunnarsson og Tryggvi Már Gunnarsson. Hljómsveitin Tvö dónaleg haust sendir nú frá sér nýtt lag sem ber nafnið Vinna í mínum málum. Lagið er það fyrsta sem hljómsveitin sendir frá sér í 17 ár og er af plötu sveitarinnar, væntanlegri með haustinu og mun hún bera nafnið Miðaldra. Það er óhætt að segja að í laginu kveði við nýjan tón og að gáskafullt gleðipönkið sem einkenndi fyrstu plötuna, Mjög fræg geislaplata, hafi vikið fyrir ljúfsárri sögu af miðaldra manni í leit að svörum við eigin breyskleikum. Hvort lagið og myndbandið endurspegli þroskasögu hljómsveitarmeðlima skal ósagt látið en líf hins miðaldra íslenska karlmanns er einmitt viðfangsefni nýju plötunnar. Myndbandið var skotið í júní, að mestu í Vesturbæ Reykjavíkur. Það er Tryggvi Már – gítarleikari hljómsveitarinnar sem túlkar miðaldra dreng sem er að manna sig upp í að biðja konu sína afsökunar og taka við sér aftur á nýjum forsendum. Í hlutverki ömmunnar er Sigfríður Nieljohniusdóttir, 98 ára og eini 80 ára stúdent landsins á lífi. Leikstjóri er Guðmundur Ingi Þorvaldsson og um klippingu sá Ernir Ómarsson. Þótt langt sé liðið síðan sveitin sendi frá sér nýtt lag hafa vinirnir í hljómsveitinni haldið þræði, spilað í partíum, afmælum og brúðkaupum og farið í tónleikaferð til Coventry. Í vetur hafa staðið yfir útsetningar, æfingar og upptökur á nýju efni sem nú fer að líta dagsins ljós. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Ómar Örn Magnússon, Sigfús Ólafsson, Skúli Magnús Þorvaldsson, Stefán Gunnarsson og Tryggvi Már Gunnarsson. Upptökum á plötunni Miðaldra, stjórnar Þórður Gunnar Þorvaldsson. Sveitin er að sjálfsögðu á Facebook og Youtube, ásamt því að allt efni sveitarinnar er aðgengilegt á Spotify. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Hljómsveitin Tvö dónaleg haust sendir nú frá sér nýtt lag sem ber nafnið Vinna í mínum málum. Lagið er það fyrsta sem hljómsveitin sendir frá sér í 17 ár og er af plötu sveitarinnar, væntanlegri með haustinu og mun hún bera nafnið Miðaldra. Það er óhætt að segja að í laginu kveði við nýjan tón og að gáskafullt gleðipönkið sem einkenndi fyrstu plötuna, Mjög fræg geislaplata, hafi vikið fyrir ljúfsárri sögu af miðaldra manni í leit að svörum við eigin breyskleikum. Hvort lagið og myndbandið endurspegli þroskasögu hljómsveitarmeðlima skal ósagt látið en líf hins miðaldra íslenska karlmanns er einmitt viðfangsefni nýju plötunnar. Myndbandið var skotið í júní, að mestu í Vesturbæ Reykjavíkur. Það er Tryggvi Már – gítarleikari hljómsveitarinnar sem túlkar miðaldra dreng sem er að manna sig upp í að biðja konu sína afsökunar og taka við sér aftur á nýjum forsendum. Í hlutverki ömmunnar er Sigfríður Nieljohniusdóttir, 98 ára og eini 80 ára stúdent landsins á lífi. Leikstjóri er Guðmundur Ingi Þorvaldsson og um klippingu sá Ernir Ómarsson. Þótt langt sé liðið síðan sveitin sendi frá sér nýtt lag hafa vinirnir í hljómsveitinni haldið þræði, spilað í partíum, afmælum og brúðkaupum og farið í tónleikaferð til Coventry. Í vetur hafa staðið yfir útsetningar, æfingar og upptökur á nýju efni sem nú fer að líta dagsins ljós. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Ómar Örn Magnússon, Sigfús Ólafsson, Skúli Magnús Þorvaldsson, Stefán Gunnarsson og Tryggvi Már Gunnarsson. Upptökum á plötunni Miðaldra, stjórnar Þórður Gunnar Þorvaldsson. Sveitin er að sjálfsögðu á Facebook og Youtube, ásamt því að allt efni sveitarinnar er aðgengilegt á Spotify.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira