Vildu sýna á fallegan hátt líkamlega og andlega nánd milli karlmanna Stefán Árni Pálsson skrifar 18. september 2020 13:30 Tvö dónaleg haust gefur út nýja plötu á næstunni. Hljómsveitin Tvö dónaleg haust fagnar 30 ára starfsafmæli á þessu ári. Einnig slagar í tuttugu ár frá útkomu síðustu plötu sveitarinnar Mjög fræg geislaplata sem innihélt lög eins og Ljóti karlinn og Prakkararastrákur. Í tilefni af því, stöðugum tónlistarlegum þorsta og þörfinni fyrir að skapa saman hefur sveitin nú í þrjú ár unnið að nýrri plötu um persónulega nústöðu sína í framrás tímans. Sú plata ber nafnið Miðaldra og er hárbeitt og húmorísk skoðun á veruleika okkar sem miðaldra karlmanna. Lagið Ég er til er fyrsta lagið sem var samið fyrir plötuna Miðaldra. Guðmundur Ingi, söngvari samdi lag og texta og segir: „Lagið er óður til þessarar 30 ára vináttu. Við, þessi 6-7 manna kjarni í Tveimur dónalegum haustum tókum algeru ástfóstri hver við annan þegar við kynntumst í Menntaskólanum á Akureyri. Við byrjuðum að rotta okkur saman þarna um 1990, þegar Sigfús trommari, sem er árinu yngri en við byrjaði í skólanum. Síðan þá höfum við farið saman í gegnum lífið, gegnum súrt og sætt, gleði og sorg og það magnaða við þennan vinskap er hversu sterkur sköpunarkraftur og lífshúmor er í honum. Í dag erum við búsettir í þremur löndum og einn á Akureyri, en ef það er gigg, mæta menn ef þeir eiga einhvern lífsins möguleika á því,“ segir Guðmundur. Tryggvi Már gítarleikari og Ómar Örn básúnuleikari leikstýrðu myndbandinu og Tryggvi og Ernir Ómarsson bera ábyrgð á myndatöku en Tryggvi sá um eftirvinnslu og klippingu. Ómar og Tryggvi segja um myndbandið: „Okkur langaði að fanga kjarnann í þessari vináttu. Okkur langaði í myndband sem sýndi á fallegan hátt að líkamleg og andleg nánd milli karlmanna er falleg og ekki feimnismál, að miðaldra karlmannslíkami er fallegur með allri þeirri lífsreynslu sem á honum má sjá. Einnig þessa ungæðislegu orku og gleði sem sprettur alltaf fram þegar við hittumst. Það má jafnvel segja að barnsleg einlægni og sköpunarþörf losni úr læðingi þegar við komum saman. Aldurinn hefur svo sannarlega ekki tekið það frá okkur,“, segja þeir félagar hlæjandi. Platan Miðaldra er væntanleg í lok september. Útgáfutónleikar sveitarinnar fara fram á Hard Rock laugardaginn 7. nóv næstkomandi. Hér að neðan má sjá myndbandið. Klippa: Tvö dónaleg haust - Ég er til Tónlist Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Hljómsveitin Tvö dónaleg haust fagnar 30 ára starfsafmæli á þessu ári. Einnig slagar í tuttugu ár frá útkomu síðustu plötu sveitarinnar Mjög fræg geislaplata sem innihélt lög eins og Ljóti karlinn og Prakkararastrákur. Í tilefni af því, stöðugum tónlistarlegum þorsta og þörfinni fyrir að skapa saman hefur sveitin nú í þrjú ár unnið að nýrri plötu um persónulega nústöðu sína í framrás tímans. Sú plata ber nafnið Miðaldra og er hárbeitt og húmorísk skoðun á veruleika okkar sem miðaldra karlmanna. Lagið Ég er til er fyrsta lagið sem var samið fyrir plötuna Miðaldra. Guðmundur Ingi, söngvari samdi lag og texta og segir: „Lagið er óður til þessarar 30 ára vináttu. Við, þessi 6-7 manna kjarni í Tveimur dónalegum haustum tókum algeru ástfóstri hver við annan þegar við kynntumst í Menntaskólanum á Akureyri. Við byrjuðum að rotta okkur saman þarna um 1990, þegar Sigfús trommari, sem er árinu yngri en við byrjaði í skólanum. Síðan þá höfum við farið saman í gegnum lífið, gegnum súrt og sætt, gleði og sorg og það magnaða við þennan vinskap er hversu sterkur sköpunarkraftur og lífshúmor er í honum. Í dag erum við búsettir í þremur löndum og einn á Akureyri, en ef það er gigg, mæta menn ef þeir eiga einhvern lífsins möguleika á því,“ segir Guðmundur. Tryggvi Már gítarleikari og Ómar Örn básúnuleikari leikstýrðu myndbandinu og Tryggvi og Ernir Ómarsson bera ábyrgð á myndatöku en Tryggvi sá um eftirvinnslu og klippingu. Ómar og Tryggvi segja um myndbandið: „Okkur langaði að fanga kjarnann í þessari vináttu. Okkur langaði í myndband sem sýndi á fallegan hátt að líkamleg og andleg nánd milli karlmanna er falleg og ekki feimnismál, að miðaldra karlmannslíkami er fallegur með allri þeirri lífsreynslu sem á honum má sjá. Einnig þessa ungæðislegu orku og gleði sem sprettur alltaf fram þegar við hittumst. Það má jafnvel segja að barnsleg einlægni og sköpunarþörf losni úr læðingi þegar við komum saman. Aldurinn hefur svo sannarlega ekki tekið það frá okkur,“, segja þeir félagar hlæjandi. Platan Miðaldra er væntanleg í lok september. Útgáfutónleikar sveitarinnar fara fram á Hard Rock laugardaginn 7. nóv næstkomandi. Hér að neðan má sjá myndbandið. Klippa: Tvö dónaleg haust - Ég er til
Tónlist Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira