Leggur til að skemmtistöðum og krám verði lokað yfir helgina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2020 18:38 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun og að staðirnir verði lokaðir yfir helgina. Staðan verður svo endurmetin eftir helgi. Lokunin mun ekki taka til matsölustaða sem eru með vínveitingaleyfi. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Er þetta gert til að bregðast við mikilli fjölgun kórónuveirusmita undanfarna daga en síðastliðna þrjá sólarhringa hafa 38 greinst með veiruna hér á landi. Aðeins 11 þeirra voru í sóttkví. Þórólfur boðaði hertar aðgerðir fyrr í dag á vínveitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nánast öll þau smit sem komið hafa upp síðustu daga hafa verið á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að tólf staðfest smit tengist barnum Irishman Pub í miðbæ Reykjavíkur. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. Talið er að fjöldi fólks hafi verið útsett fyrir kórónuveirusmiti síðastliðið föstudagskvöld, 11. september. Almannavarnir biðja því þá sem voru á barnum Irishman Pub það kvöld á milli klukkan 16 og 23, og hafa ekki farið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar eða verið í samskiptum vegna sóttkvíar, að skrá sig í sýnatöku þegar það verður gert mögulegt inni á Heilsuveru á morgun. „Rétt er að taka fram að ekkert bendir til þess að sóttvörnum hafi verið áfátt á veitingastaðnum sem um ræðir. Hætta á smiti er ávallt til staðar þar sem fjöldi fólks kemur saman. Nauðsynlegt er að hafa uppi á þeim sem þar voru til þess að koma í veg fyrir frekar útbreiðslu veirunnar. Er þeim sem sóttu ofangreindan stað umræddan dag á milli klukkan 16:00 og 23:00 því boðið að mæta í sýnatöku. Á morgun, föstudaginn 18. september, geta þeir sem þar voru farið á heimasíðuna wwww.heilsuvera.is og skráð sig í sýnatöku. Sóttvarnalæknir og almannavarnir biðla til þeirra sem sóttu ofangreindan stað á umræddum degi að hafa hægt um sig þar til sýnataka hefur farið fram og neikvæð niðurstaða liggur fyrir,“ segir í tilkynningu almannavarna vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun og að staðirnir verði lokaðir yfir helgina. Staðan verður svo endurmetin eftir helgi. Lokunin mun ekki taka til matsölustaða sem eru með vínveitingaleyfi. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Er þetta gert til að bregðast við mikilli fjölgun kórónuveirusmita undanfarna daga en síðastliðna þrjá sólarhringa hafa 38 greinst með veiruna hér á landi. Aðeins 11 þeirra voru í sóttkví. Þórólfur boðaði hertar aðgerðir fyrr í dag á vínveitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nánast öll þau smit sem komið hafa upp síðustu daga hafa verið á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að tólf staðfest smit tengist barnum Irishman Pub í miðbæ Reykjavíkur. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. Talið er að fjöldi fólks hafi verið útsett fyrir kórónuveirusmiti síðastliðið föstudagskvöld, 11. september. Almannavarnir biðja því þá sem voru á barnum Irishman Pub það kvöld á milli klukkan 16 og 23, og hafa ekki farið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar eða verið í samskiptum vegna sóttkvíar, að skrá sig í sýnatöku þegar það verður gert mögulegt inni á Heilsuveru á morgun. „Rétt er að taka fram að ekkert bendir til þess að sóttvörnum hafi verið áfátt á veitingastaðnum sem um ræðir. Hætta á smiti er ávallt til staðar þar sem fjöldi fólks kemur saman. Nauðsynlegt er að hafa uppi á þeim sem þar voru til þess að koma í veg fyrir frekar útbreiðslu veirunnar. Er þeim sem sóttu ofangreindan stað umræddan dag á milli klukkan 16:00 og 23:00 því boðið að mæta í sýnatöku. Á morgun, föstudaginn 18. september, geta þeir sem þar voru farið á heimasíðuna wwww.heilsuvera.is og skráð sig í sýnatöku. Sóttvarnalæknir og almannavarnir biðla til þeirra sem sóttu ofangreindan stað á umræddum degi að hafa hægt um sig þar til sýnataka hefur farið fram og neikvæð niðurstaða liggur fyrir,“ segir í tilkynningu almannavarna vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira