Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2020 11:18 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Af þeim þrjátíu og tveimur sem hafa greinst með kórónuveiruna síðastliðna tvo sólarhringa má rekja þriðjung þeirra smita til vínveitingastaðar í miðborg Reykjavíkur. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Af þeim þrettán sem greindust á þriðjudag var aðeins einn í sóttkví. Af þeim nítján sem greindust í gær voru tólf ekki í sóttkví. 24 af 32 smituðum síðustu daga hafa því verið utan sóttkvíar. Sjónir beindust að háskólasamfélaginu í gær því nemendur og starfsfólk háskólanna höfðu greinst með veiruna. Þórólfur segir í dag að ekki séu óyggjandi merki fyrir því, eins og staðan er núna, að þessi hópsýkingin sé innan skólanna heldur virðist hún vera að koma annars staðar frá. Vínveitingastaðir og skemmtistaðir hafa mátt hafa opið til klukkan 23 á kvöldin undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm „Það virðist vera að stóran hluta sé hægt að rekja til skemmtistaðar eða vínveitingastaðar í bænum sem við erum að skoða aðeins betur,“ segir Þórólfur og bætir við: „Síðastliðna tvo sólarhringa höfum við verið að greina rúmlega þrjátíu einstaklinga og um það bil þriðjunginn má rekja til þessara staðar. Það er síðasta helgi sem að er til skoðunar og það er verið að reyna að hafa upp á sem flestum sem hafa verið á þessum stað á þeim tíma,“ segir Þórólfur. Er þá verið að horfa til tímabilsins frá 11. september. Hann segir að nú sé að skoða að grípa til staðbundinna hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu til að ná utan um þessa hópsýkingu. Aðgerðirnar verði eins lítið íþyngjandi og hægt er en þó markvissar. „Það er bara verið að skoða hvað af því muni skila sem bestum árangri,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Sjá meira
Af þeim þrjátíu og tveimur sem hafa greinst með kórónuveiruna síðastliðna tvo sólarhringa má rekja þriðjung þeirra smita til vínveitingastaðar í miðborg Reykjavíkur. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Af þeim þrettán sem greindust á þriðjudag var aðeins einn í sóttkví. Af þeim nítján sem greindust í gær voru tólf ekki í sóttkví. 24 af 32 smituðum síðustu daga hafa því verið utan sóttkvíar. Sjónir beindust að háskólasamfélaginu í gær því nemendur og starfsfólk háskólanna höfðu greinst með veiruna. Þórólfur segir í dag að ekki séu óyggjandi merki fyrir því, eins og staðan er núna, að þessi hópsýkingin sé innan skólanna heldur virðist hún vera að koma annars staðar frá. Vínveitingastaðir og skemmtistaðir hafa mátt hafa opið til klukkan 23 á kvöldin undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm „Það virðist vera að stóran hluta sé hægt að rekja til skemmtistaðar eða vínveitingastaðar í bænum sem við erum að skoða aðeins betur,“ segir Þórólfur og bætir við: „Síðastliðna tvo sólarhringa höfum við verið að greina rúmlega þrjátíu einstaklinga og um það bil þriðjunginn má rekja til þessara staðar. Það er síðasta helgi sem að er til skoðunar og það er verið að reyna að hafa upp á sem flestum sem hafa verið á þessum stað á þeim tíma,“ segir Þórólfur. Er þá verið að horfa til tímabilsins frá 11. september. Hann segir að nú sé að skoða að grípa til staðbundinna hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu til að ná utan um þessa hópsýkingu. Aðgerðirnar verði eins lítið íþyngjandi og hægt er en þó markvissar. „Það er bara verið að skoða hvað af því muni skila sem bestum árangri,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Sjá meira