Fyrirliði Flora Tallin setti pressuna yfir á KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 13:30 Konstantin Vassiljev er bæði fyrirliði Flora Tallin og eistneska landsliðsins. Getty/Hendrik Osula Íslandsmeistarar KR geta komist áfram í þriðju umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag þegar liðið mætir eistnesku meisturunum Flora Tallin í Eistlandi. Leikur Flora Tallin og KR skiptir bæði félögin miklu máli peningalega ekki síst þar sem mótherjinn í þriðju umferðinni, annað hvort Linfield frá Norður Írlandi eða Floriana frá Möltu, gefur liðunum tækifæri á að komast enn lengra. Leikurinn skiptir íslenskan fótbolta líka miklu máli því komist KR ekki áfram gæti Ísland misst eitt af fjórum Evrópusætum sínum á næsta ári. Íslensku liðin hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum í Evrópukeppnunum í ár. Eistneska landsliðið er 67 sætum á eftir því íslenska á nýjum styrkleikalista FIFA en frammistaða íslensku félaganna síðustu ár hefur ekki verið í samræmi við gengi landsliðsins. Eistarnir líta samt svo á að þeir séu litla liðið í dag. Konstantin Vassiljev, fyrirliði Flora Tallin, setti þannig pressuna yfir á KR á blaðamannafundi fyrir leikinn. View this post on Instagram MÄNGUPÄEV Täna kohtume Euroopa liiga II voorus KR Reykjavikuga! Meeskonna kapten Vassiljev lausus mängueelsel pressikonverentsil: Me ei pea pinget endale panema. Tihti ongi ju nii olnud, et Eesti klubid ei ole Euroopas edukad. Tahame muidugi väga, et läheks homme hästi ja selle mõttega ka mängule läheme. Tõmmake õhtul endale roheline särk selga ning elage meile kaasa ETV2 otseülekande vahendusel! : Brit Maria Tael A post shared by FC Flora Tallinn (@fcflora) on Sep 17, 2020 at 12:30am PDT „Það er engin pressa á okkur. Það hefur oftast verið þannig að eistnesku félögin hafa ekki verið að ná árangri í Evrópukeppnunum. Auðvitað viljum við gera vel í leiknum á morgun (í dag) og förum inn í þennan leik með því hugarfari,“ sagði Konstantin Vassiljev sem er frægasti fótboltamaður Eista. Konstantin Vassiljev er orðinn 36 ára gamall en hann hefur skorað 25 mörk í 121 landsleik fyrir Eista og hefur þrisvar sinnum verið kosinn knattspyrnumaður ársins í Eistlandi. Leikur Flora Tallin og KR fer fram fyrir luktum dyrum í Tallin í Eistlandi en Flora menn skoruðu á stuðningsmenn sína að horfa á leikinn í sjónvarpinu í grænum búningum félagsins. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Sjá meira
Íslandsmeistarar KR geta komist áfram í þriðju umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag þegar liðið mætir eistnesku meisturunum Flora Tallin í Eistlandi. Leikur Flora Tallin og KR skiptir bæði félögin miklu máli peningalega ekki síst þar sem mótherjinn í þriðju umferðinni, annað hvort Linfield frá Norður Írlandi eða Floriana frá Möltu, gefur liðunum tækifæri á að komast enn lengra. Leikurinn skiptir íslenskan fótbolta líka miklu máli því komist KR ekki áfram gæti Ísland misst eitt af fjórum Evrópusætum sínum á næsta ári. Íslensku liðin hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum í Evrópukeppnunum í ár. Eistneska landsliðið er 67 sætum á eftir því íslenska á nýjum styrkleikalista FIFA en frammistaða íslensku félaganna síðustu ár hefur ekki verið í samræmi við gengi landsliðsins. Eistarnir líta samt svo á að þeir séu litla liðið í dag. Konstantin Vassiljev, fyrirliði Flora Tallin, setti þannig pressuna yfir á KR á blaðamannafundi fyrir leikinn. View this post on Instagram MÄNGUPÄEV Täna kohtume Euroopa liiga II voorus KR Reykjavikuga! Meeskonna kapten Vassiljev lausus mängueelsel pressikonverentsil: Me ei pea pinget endale panema. Tihti ongi ju nii olnud, et Eesti klubid ei ole Euroopas edukad. Tahame muidugi väga, et läheks homme hästi ja selle mõttega ka mängule läheme. Tõmmake õhtul endale roheline särk selga ning elage meile kaasa ETV2 otseülekande vahendusel! : Brit Maria Tael A post shared by FC Flora Tallinn (@fcflora) on Sep 17, 2020 at 12:30am PDT „Það er engin pressa á okkur. Það hefur oftast verið þannig að eistnesku félögin hafa ekki verið að ná árangri í Evrópukeppnunum. Auðvitað viljum við gera vel í leiknum á morgun (í dag) og förum inn í þennan leik með því hugarfari,“ sagði Konstantin Vassiljev sem er frægasti fótboltamaður Eista. Konstantin Vassiljev er orðinn 36 ára gamall en hann hefur skorað 25 mörk í 121 landsleik fyrir Eista og hefur þrisvar sinnum verið kosinn knattspyrnumaður ársins í Eistlandi. Leikur Flora Tallin og KR fer fram fyrir luktum dyrum í Tallin í Eistlandi en Flora menn skoruðu á stuðningsmenn sína að horfa á leikinn í sjónvarpinu í grænum búningum félagsins.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Sjá meira