Egypsku fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2020 18:34 Kehdr-fjölskyldunni verður vísað úr landi í fyrramálið. Kærunefnd útlendingamála hafnaði öllum beiðnum fjölskyldunnar um endurupptöku málsins og frestun réttaráhrifa. Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni Ibrahim Kehdr og fjölskyldu um frestun réttaráhrifa í máli þeirra og hyggst ekki taka fyrir kröfur fjölskyldunnar um endurupptöku málsins áður en það á að vísa þeim úr landi. Þeim veður því vísað úr landi í fyrramálið. Þetta kom fram í viðtali við Magnús D. Norðdahl, lögmann fjölskyldunnar, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Nú fyrir stundu varð það ljóst að kærunefnd útlendingamála ætlar ekki að leysa þetta mál. Nefndin hafnaði kröfu um frestun réttaráhrifa og lýsti því yfir við mig að kröfur um endurupptöku málsins, sem eru tvær talsins, að þær yrðu ekki afgreiddar, áður en þessi fyrirhugaða brottvísun fer fram í fyrramálið. Þannig að það má segja sem svo að það sé fokið í öll skjól í þessu máli því eftir ríkisstjórnarfundinn í dag þá kom fram að stjórnmálamennirnir ætluðu ekki að stíga inn í og beita sér í þessum máli,“ sagði Magnús í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Þá var hann í ómyrkur í máli þegar hann ræddi um afstöðu Framsóknarflokksins og Vinstri grænna í málinu og sagði flokkana hafa svikið sitt bakland. „Við skulum orða þetta þannig að það að Áslaug Arna hafi tekið afstöðu með þeim hætti sem hún gerði sé í samræmi við það bakland sem hún kemur úr. En að Vinstri grænir, sem eru auðvitað hluti af þessari ríkisstjórn, og Áslaug Arna verður að átta sig á því að þetta er ein heild, að forsætisráðherra og svokallaður barnamálaráðherra hefðu átt að beita sér í þessu máli. Þau höfðu fullt tækifæri til þess og ég tel að þau hafi svikið sitt bakland og sína kjósendur allverulega og þessu verður ekki gleymt,“ sagði Magnús. Hann sagði niðurstöðu málsins gríðarlega mikil vonbrigði og svartan blett í sögu þjóðarinnar. Hundruð komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla brottvísun fjölskyldunnar. Tónlistarkonan Magga Stína flutti þar ljóð Braga Valdimars Skúlasonar og má sjá flutninginn í myndskeiðinu hér fyrir neðan. Mikið hefur verið fjallað um mál Kehdr-fjölskyldunnar undanfarið en hjónin Ibrahim og Dooa hafa dvalið hér í rúm tvö ár ásamt börnunum sínum fjórum. Þau sóttu um hæli hér á landi árið 2018 og segjast sæta ofsóknum í Egyptalandi vegna þátttöku fjölskylduföðurins í pólitísku starfi. Umsókn fjölskyldunnar um hæli var hafnað en kallað hefur verið eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Hefur verið á það bent að börnin hafi fest rætur hér á landi og það brjóti gegn stjórnarskrá að synja börnum um vernd. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segjast ekki munu beita sér í einstökum málum. Mat hafi verið lagt á hagsmuni barnanna og það liggi til grundvallar ákvörðun um brottvísun. Hundruð manns komu saman á Austurvelli síðdegis til að mótmæla brottvísun fjölskyldunnar og þá var einnig mótmælt við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Þúsundir rituðu einnig nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings fjölskyldunni og var listinn afhentur ráðherrum ríkisstjórnarinnar í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni Ibrahim Kehdr og fjölskyldu um frestun réttaráhrifa í máli þeirra og hyggst ekki taka fyrir kröfur fjölskyldunnar um endurupptöku málsins áður en það á að vísa þeim úr landi. Þeim veður því vísað úr landi í fyrramálið. Þetta kom fram í viðtali við Magnús D. Norðdahl, lögmann fjölskyldunnar, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Nú fyrir stundu varð það ljóst að kærunefnd útlendingamála ætlar ekki að leysa þetta mál. Nefndin hafnaði kröfu um frestun réttaráhrifa og lýsti því yfir við mig að kröfur um endurupptöku málsins, sem eru tvær talsins, að þær yrðu ekki afgreiddar, áður en þessi fyrirhugaða brottvísun fer fram í fyrramálið. Þannig að það má segja sem svo að það sé fokið í öll skjól í þessu máli því eftir ríkisstjórnarfundinn í dag þá kom fram að stjórnmálamennirnir ætluðu ekki að stíga inn í og beita sér í þessum máli,“ sagði Magnús í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Þá var hann í ómyrkur í máli þegar hann ræddi um afstöðu Framsóknarflokksins og Vinstri grænna í málinu og sagði flokkana hafa svikið sitt bakland. „Við skulum orða þetta þannig að það að Áslaug Arna hafi tekið afstöðu með þeim hætti sem hún gerði sé í samræmi við það bakland sem hún kemur úr. En að Vinstri grænir, sem eru auðvitað hluti af þessari ríkisstjórn, og Áslaug Arna verður að átta sig á því að þetta er ein heild, að forsætisráðherra og svokallaður barnamálaráðherra hefðu átt að beita sér í þessu máli. Þau höfðu fullt tækifæri til þess og ég tel að þau hafi svikið sitt bakland og sína kjósendur allverulega og þessu verður ekki gleymt,“ sagði Magnús. Hann sagði niðurstöðu málsins gríðarlega mikil vonbrigði og svartan blett í sögu þjóðarinnar. Hundruð komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla brottvísun fjölskyldunnar. Tónlistarkonan Magga Stína flutti þar ljóð Braga Valdimars Skúlasonar og má sjá flutninginn í myndskeiðinu hér fyrir neðan. Mikið hefur verið fjallað um mál Kehdr-fjölskyldunnar undanfarið en hjónin Ibrahim og Dooa hafa dvalið hér í rúm tvö ár ásamt börnunum sínum fjórum. Þau sóttu um hæli hér á landi árið 2018 og segjast sæta ofsóknum í Egyptalandi vegna þátttöku fjölskylduföðurins í pólitísku starfi. Umsókn fjölskyldunnar um hæli var hafnað en kallað hefur verið eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Hefur verið á það bent að börnin hafi fest rætur hér á landi og það brjóti gegn stjórnarskrá að synja börnum um vernd. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segjast ekki munu beita sér í einstökum málum. Mat hafi verið lagt á hagsmuni barnanna og það liggi til grundvallar ákvörðun um brottvísun. Hundruð manns komu saman á Austurvelli síðdegis til að mótmæla brottvísun fjölskyldunnar og þá var einnig mótmælt við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Þúsundir rituðu einnig nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings fjölskyldunni og var listinn afhentur ráðherrum ríkisstjórnarinnar í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58
Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24