Egypsku fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2020 18:34 Kehdr-fjölskyldunni verður vísað úr landi í fyrramálið. Kærunefnd útlendingamála hafnaði öllum beiðnum fjölskyldunnar um endurupptöku málsins og frestun réttaráhrifa. Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni Ibrahim Kehdr og fjölskyldu um frestun réttaráhrifa í máli þeirra og hyggst ekki taka fyrir kröfur fjölskyldunnar um endurupptöku málsins áður en það á að vísa þeim úr landi. Þeim veður því vísað úr landi í fyrramálið. Þetta kom fram í viðtali við Magnús D. Norðdahl, lögmann fjölskyldunnar, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Nú fyrir stundu varð það ljóst að kærunefnd útlendingamála ætlar ekki að leysa þetta mál. Nefndin hafnaði kröfu um frestun réttaráhrifa og lýsti því yfir við mig að kröfur um endurupptöku málsins, sem eru tvær talsins, að þær yrðu ekki afgreiddar, áður en þessi fyrirhugaða brottvísun fer fram í fyrramálið. Þannig að það má segja sem svo að það sé fokið í öll skjól í þessu máli því eftir ríkisstjórnarfundinn í dag þá kom fram að stjórnmálamennirnir ætluðu ekki að stíga inn í og beita sér í þessum máli,“ sagði Magnús í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Þá var hann í ómyrkur í máli þegar hann ræddi um afstöðu Framsóknarflokksins og Vinstri grænna í málinu og sagði flokkana hafa svikið sitt bakland. „Við skulum orða þetta þannig að það að Áslaug Arna hafi tekið afstöðu með þeim hætti sem hún gerði sé í samræmi við það bakland sem hún kemur úr. En að Vinstri grænir, sem eru auðvitað hluti af þessari ríkisstjórn, og Áslaug Arna verður að átta sig á því að þetta er ein heild, að forsætisráðherra og svokallaður barnamálaráðherra hefðu átt að beita sér í þessu máli. Þau höfðu fullt tækifæri til þess og ég tel að þau hafi svikið sitt bakland og sína kjósendur allverulega og þessu verður ekki gleymt,“ sagði Magnús. Hann sagði niðurstöðu málsins gríðarlega mikil vonbrigði og svartan blett í sögu þjóðarinnar. Hundruð komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla brottvísun fjölskyldunnar. Tónlistarkonan Magga Stína flutti þar ljóð Braga Valdimars Skúlasonar og má sjá flutninginn í myndskeiðinu hér fyrir neðan. Mikið hefur verið fjallað um mál Kehdr-fjölskyldunnar undanfarið en hjónin Ibrahim og Dooa hafa dvalið hér í rúm tvö ár ásamt börnunum sínum fjórum. Þau sóttu um hæli hér á landi árið 2018 og segjast sæta ofsóknum í Egyptalandi vegna þátttöku fjölskylduföðurins í pólitísku starfi. Umsókn fjölskyldunnar um hæli var hafnað en kallað hefur verið eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Hefur verið á það bent að börnin hafi fest rætur hér á landi og það brjóti gegn stjórnarskrá að synja börnum um vernd. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segjast ekki munu beita sér í einstökum málum. Mat hafi verið lagt á hagsmuni barnanna og það liggi til grundvallar ákvörðun um brottvísun. Hundruð manns komu saman á Austurvelli síðdegis til að mótmæla brottvísun fjölskyldunnar og þá var einnig mótmælt við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Þúsundir rituðu einnig nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings fjölskyldunni og var listinn afhentur ráðherrum ríkisstjórnarinnar í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni Ibrahim Kehdr og fjölskyldu um frestun réttaráhrifa í máli þeirra og hyggst ekki taka fyrir kröfur fjölskyldunnar um endurupptöku málsins áður en það á að vísa þeim úr landi. Þeim veður því vísað úr landi í fyrramálið. Þetta kom fram í viðtali við Magnús D. Norðdahl, lögmann fjölskyldunnar, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Nú fyrir stundu varð það ljóst að kærunefnd útlendingamála ætlar ekki að leysa þetta mál. Nefndin hafnaði kröfu um frestun réttaráhrifa og lýsti því yfir við mig að kröfur um endurupptöku málsins, sem eru tvær talsins, að þær yrðu ekki afgreiddar, áður en þessi fyrirhugaða brottvísun fer fram í fyrramálið. Þannig að það má segja sem svo að það sé fokið í öll skjól í þessu máli því eftir ríkisstjórnarfundinn í dag þá kom fram að stjórnmálamennirnir ætluðu ekki að stíga inn í og beita sér í þessum máli,“ sagði Magnús í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Þá var hann í ómyrkur í máli þegar hann ræddi um afstöðu Framsóknarflokksins og Vinstri grænna í málinu og sagði flokkana hafa svikið sitt bakland. „Við skulum orða þetta þannig að það að Áslaug Arna hafi tekið afstöðu með þeim hætti sem hún gerði sé í samræmi við það bakland sem hún kemur úr. En að Vinstri grænir, sem eru auðvitað hluti af þessari ríkisstjórn, og Áslaug Arna verður að átta sig á því að þetta er ein heild, að forsætisráðherra og svokallaður barnamálaráðherra hefðu átt að beita sér í þessu máli. Þau höfðu fullt tækifæri til þess og ég tel að þau hafi svikið sitt bakland og sína kjósendur allverulega og þessu verður ekki gleymt,“ sagði Magnús. Hann sagði niðurstöðu málsins gríðarlega mikil vonbrigði og svartan blett í sögu þjóðarinnar. Hundruð komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla brottvísun fjölskyldunnar. Tónlistarkonan Magga Stína flutti þar ljóð Braga Valdimars Skúlasonar og má sjá flutninginn í myndskeiðinu hér fyrir neðan. Mikið hefur verið fjallað um mál Kehdr-fjölskyldunnar undanfarið en hjónin Ibrahim og Dooa hafa dvalið hér í rúm tvö ár ásamt börnunum sínum fjórum. Þau sóttu um hæli hér á landi árið 2018 og segjast sæta ofsóknum í Egyptalandi vegna þátttöku fjölskylduföðurins í pólitísku starfi. Umsókn fjölskyldunnar um hæli var hafnað en kallað hefur verið eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Hefur verið á það bent að börnin hafi fest rætur hér á landi og það brjóti gegn stjórnarskrá að synja börnum um vernd. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segjast ekki munu beita sér í einstökum málum. Mat hafi verið lagt á hagsmuni barnanna og það liggi til grundvallar ákvörðun um brottvísun. Hundruð manns komu saman á Austurvelli síðdegis til að mótmæla brottvísun fjölskyldunnar og þá var einnig mótmælt við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Þúsundir rituðu einnig nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings fjölskyldunni og var listinn afhentur ráðherrum ríkisstjórnarinnar í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58
Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24