Lífið

Tíu ára stúlka slær í gegn eftir að hafa skorað á Dave Grohl í trommueinvígi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bushell hefur slegið rækilega í gegn. 
Bushell hefur slegið rækilega í gegn. 

Trommarinn Nandi Buchell hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Buchell er tíu ára stúlka sem er frábær trommari.

Hún skoraði á sjálfan Dave Grohl sem er einn þekktasti trommari heims. Grohl sló fyrst í gegn í rokksveitinni Nirvana og síðar í sveitinni Foo Fighters.

Buchell er nú komin með yfir 160 þúsund fylgjendur á YouTube og má rekja vinsældir hennar til þess að Dave Grohl svaraði áskorun hennar um einvígi.

Þegar að myndbandið fór í loftið á Twitter fékk Grohl mörgn hundruð skilaboð um þessa mögnuðu stúlku og ákvað að svara henni.

Eftir svarið var komið á umferð númer tvö, enda var Nandi Bushell ekki tilbúin að hætta einvíginu strax. 

 Dave Grohl var heldur betur til í það að svara þeirri áskorun. 

 Heldur betur skemmtileg trommuviðureign.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.