Morgunsjónvarpið snýr aftur: Bítið byrjar í beinni í fyrramálið Sylvía Hall skrifar 15. mars 2020 16:28 Gulli Helga og Heimir Karls munu vakna með þjóðinni í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Vísir/Sýn Frá og með mánudagsmorgni verður Ísland í bítið morgunsjónvarp frá kl. 6.50 til kl. 9.00 og verður það sent út í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Á meðan ástandið varir hyggst fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efla fréttaþjónustu á öllum miðlum og leggja áherslu á beinar útsendingar varðandi öll mál sem tengjast útbreiðslu kórónuveirunnar á Íslandi. Þannig verður blaðamannafundum yfirvalda sjónvarpað á vefnum og Stöð 3 líkt og undanfarnar vikur. Heimir Karlsson, annar stjórnenda Bítisins, segist vera spenntur fyrir þessum breytingum. Hann vonar að landsmenn fagni þessum breytingum þar sem þetta sé fyrst og fremst hugsað fyrir hlustendur – já og nú áhorfendur. „Þetta leggst nokkuð vel í mig, að rifja upp gamla tíma. Við hættum þessu 2006 ef ég man rétt svo þetta er spennandi,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Það sé þó óhjákvæmilegt að Bítið breytist eitthvað þegar það færist yfir í sjónvarp, enda annar miðill, en dagskráin miði að því að höfða til sem flestra. „Við vitum að það eru svo margir núna í þessu ástandi, sem er hálfgert stríðsástand, fastir heima við. Að vinna heima eða eru heima hjá börnum. Kannski gæti morgunsjónvarpið verið félagsskapur fyrir þetta fólk, bæði verið upplýsandi og létt fólkinu lífið.“ Bítið verður því sýnt í sjónvarpi fram að páskum eða á meðan samkomubannið varir. Eftir það verður svo framhaldið skoðað. Aðspurður segist Heimir búast við því að þurfa að haga undirbúningi öðruvísi og mögulega vakna aðeins fyrr en vanalega. „Það þarf náttúrulega að gera við andlitið þegar maður er í sjónvarpi,“ segir hann og hlær. Á meðan ástandið varir hyggst fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efla fréttaþjónustu á öllum miðlum. Þá verða morgunfréttir sagðar í sjónvarpi sem og á Bylgjunni.Vísir/Vilhelm Aukið framboð á öllum miðlum Með fram fréttaflutningi mun Vísir miðla nýju og áhugaverðu efni sem verið er að framleiða. Til dæmis mun líkamsræktarþjáfarinn Gurrý kenna leikfimiæfingar og hugrækt. Þá verður öllum landsmönnum boðið upp á ókeypis aðgang að Bíóstöðinni, Krakkastöðinni og Stöð 3. Stöð 2 býður upp á vikuáskrift að Stöð 2 Maraþon á 990 kr. Þar má finna mikið úrval sjónvarpsefnis og bíómynda, bæði innlent sem erlent. Stefnt er að því að bæta við efni á streymisveituna á næstu dögum. Þar er einnig að finna barnaveituna Hopster þar sem er boðið upp á barnaefni á íslensku. Stöð 2 Sport mun hefja beinar útsendingar frá Íslandsmótinu í rafsporti frá og með næsta föstudegi en frá og með deginum í dag er Stöð 2 Sport og Vísir heimili íslenska rafsportsins. Einnig eru fyrirhugaðir nýir íþróttaþættir sem hefja göngu sína í vikunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Frá og með mánudagsmorgni verður Ísland í bítið morgunsjónvarp frá kl. 6.50 til kl. 9.00 og verður það sent út í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Á meðan ástandið varir hyggst fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efla fréttaþjónustu á öllum miðlum og leggja áherslu á beinar útsendingar varðandi öll mál sem tengjast útbreiðslu kórónuveirunnar á Íslandi. Þannig verður blaðamannafundum yfirvalda sjónvarpað á vefnum og Stöð 3 líkt og undanfarnar vikur. Heimir Karlsson, annar stjórnenda Bítisins, segist vera spenntur fyrir þessum breytingum. Hann vonar að landsmenn fagni þessum breytingum þar sem þetta sé fyrst og fremst hugsað fyrir hlustendur – já og nú áhorfendur. „Þetta leggst nokkuð vel í mig, að rifja upp gamla tíma. Við hættum þessu 2006 ef ég man rétt svo þetta er spennandi,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Það sé þó óhjákvæmilegt að Bítið breytist eitthvað þegar það færist yfir í sjónvarp, enda annar miðill, en dagskráin miði að því að höfða til sem flestra. „Við vitum að það eru svo margir núna í þessu ástandi, sem er hálfgert stríðsástand, fastir heima við. Að vinna heima eða eru heima hjá börnum. Kannski gæti morgunsjónvarpið verið félagsskapur fyrir þetta fólk, bæði verið upplýsandi og létt fólkinu lífið.“ Bítið verður því sýnt í sjónvarpi fram að páskum eða á meðan samkomubannið varir. Eftir það verður svo framhaldið skoðað. Aðspurður segist Heimir búast við því að þurfa að haga undirbúningi öðruvísi og mögulega vakna aðeins fyrr en vanalega. „Það þarf náttúrulega að gera við andlitið þegar maður er í sjónvarpi,“ segir hann og hlær. Á meðan ástandið varir hyggst fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efla fréttaþjónustu á öllum miðlum. Þá verða morgunfréttir sagðar í sjónvarpi sem og á Bylgjunni.Vísir/Vilhelm Aukið framboð á öllum miðlum Með fram fréttaflutningi mun Vísir miðla nýju og áhugaverðu efni sem verið er að framleiða. Til dæmis mun líkamsræktarþjáfarinn Gurrý kenna leikfimiæfingar og hugrækt. Þá verður öllum landsmönnum boðið upp á ókeypis aðgang að Bíóstöðinni, Krakkastöðinni og Stöð 3. Stöð 2 býður upp á vikuáskrift að Stöð 2 Maraþon á 990 kr. Þar má finna mikið úrval sjónvarpsefnis og bíómynda, bæði innlent sem erlent. Stefnt er að því að bæta við efni á streymisveituna á næstu dögum. Þar er einnig að finna barnaveituna Hopster þar sem er boðið upp á barnaefni á íslensku. Stöð 2 Sport mun hefja beinar útsendingar frá Íslandsmótinu í rafsporti frá og með næsta föstudegi en frá og með deginum í dag er Stöð 2 Sport og Vísir heimili íslenska rafsportsins. Einnig eru fyrirhugaðir nýir íþróttaþættir sem hefja göngu sína í vikunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira