Verða áfram göngugötur til 1. maí Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2020 13:09 Laugavegurinn hefur verið göngugata í sumar líkt og árin á undan. Vísir/Vilhelm Skipulags- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í gær að göngugötur í miðbænum yrðu framlengdar til 1. maí 2021. Tillagan verður lögð fyrir borgarráð. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðslu en áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sagði meirihlutann senda landsmönnum öllum „ískaldar kveðjur“ með tillögunni. Göturnar sem um ræðir eru Laugavegur milli Frakkastígs og Klapparstígs, Vatnsstígur milli Laugavegar og Hverfisgötu og Bankastræti milli Ingólfsstrætis og Lækjargötu. Þeim hefur verið lokað fyrir bílaumferð undanfarin sumur og fram kemur í greinargerð með tillögunni að það hafi gengið vel og mikið líf skapast á svæðinu. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í skipulags- og samgönguráði samþykktu að göngugöturnar yrðu framlengdar. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, sátu hjá en flokksbróðir þeirra, Ólafur Kr. Guðmundsson, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í ráðinu, lýsti yfir megnri óánægju með tillöguna í bókun sinni. Hún sagði borgarstjóra og meirihlutann í borginni taka „einhliða ákvörðun um lokun Laugavegarins allt árið um kring“ aðeins 21 degi áður en opna átti göturnar fyrir bílaumferð að nýju. Ákvörðunin komi „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ og búið væri að „skella Laugaveginum í lás til framtíðar án nokkurs samráðs við rekstraraðila“. „Þetta eru ískaldar kveðjur frá meirihlutanum í upphafi hausts, ekki bara til rekstraraðila heldur líka landsmanna allra. Borgarstjóri og meirihlutinn eiga ekki Laugaveginn og nágrenni hans.“ Kannanir hafa sýnt að borgarbúar eru almennt ánægðir með göngugötur í miðbænum. Þá hafa rekstraraðilar á Laugavegi einnig margir lýst yfir ánægju með fyrirkomulagið. Göngugötur Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. 9. september 2020 21:29 Vill ekki stækka skiltin heldur hætta allri meðvirkni með einkabílnum Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu. 3. júní 2020 22:08 Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. 27. maí 2020 16:09 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í gær að göngugötur í miðbænum yrðu framlengdar til 1. maí 2021. Tillagan verður lögð fyrir borgarráð. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðslu en áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sagði meirihlutann senda landsmönnum öllum „ískaldar kveðjur“ með tillögunni. Göturnar sem um ræðir eru Laugavegur milli Frakkastígs og Klapparstígs, Vatnsstígur milli Laugavegar og Hverfisgötu og Bankastræti milli Ingólfsstrætis og Lækjargötu. Þeim hefur verið lokað fyrir bílaumferð undanfarin sumur og fram kemur í greinargerð með tillögunni að það hafi gengið vel og mikið líf skapast á svæðinu. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í skipulags- og samgönguráði samþykktu að göngugöturnar yrðu framlengdar. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, sátu hjá en flokksbróðir þeirra, Ólafur Kr. Guðmundsson, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í ráðinu, lýsti yfir megnri óánægju með tillöguna í bókun sinni. Hún sagði borgarstjóra og meirihlutann í borginni taka „einhliða ákvörðun um lokun Laugavegarins allt árið um kring“ aðeins 21 degi áður en opna átti göturnar fyrir bílaumferð að nýju. Ákvörðunin komi „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ og búið væri að „skella Laugaveginum í lás til framtíðar án nokkurs samráðs við rekstraraðila“. „Þetta eru ískaldar kveðjur frá meirihlutanum í upphafi hausts, ekki bara til rekstraraðila heldur líka landsmanna allra. Borgarstjóri og meirihlutinn eiga ekki Laugaveginn og nágrenni hans.“ Kannanir hafa sýnt að borgarbúar eru almennt ánægðir með göngugötur í miðbænum. Þá hafa rekstraraðilar á Laugavegi einnig margir lýst yfir ánægju með fyrirkomulagið.
Göngugötur Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. 9. september 2020 21:29 Vill ekki stækka skiltin heldur hætta allri meðvirkni með einkabílnum Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu. 3. júní 2020 22:08 Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. 27. maí 2020 16:09 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. 9. september 2020 21:29
Vill ekki stækka skiltin heldur hætta allri meðvirkni með einkabílnum Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu. 3. júní 2020 22:08
Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. 27. maí 2020 16:09