Innlent

Ekkert innan­lands­smit í gær

Atli Ísleifsson skrifar
26D0A8BB1496343F2FF4CA96B01738EC710DD4C7BB2DFD1FED7507D65C101D31_713x0
ÞORKELL ÞORKELSSON/LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS

Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið eftir niðurstöðum mótefnamælingar. 

Þetta kemur fram í nýjustu tölum á covid.is en samkvæmt þeim liggur enn einn á sjúkrahúsi vegna kórónuveirusmits. 

Alls eru staðfest smit frá upphafi faraldursins 2.161 og af þeim sem hafa greinst með Covid-19 á Íslandi eru tíu látin.

72 manns eru í einangrun, voru 75 í gær. Þá eru 363 í sóttkví og fer þeim fjölgandi, en 302 voru í sóttkví í gær. 

536 einkennasýni voru tekin hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær og 934 við landamæraskimun. Þá voru 26 sýndi greind hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur er 11,7, en var 12,5 í gær. Þá er nýgengi landamærasmita 6,8, en var 7,4 í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×