Lífið

Ungar kvikmyndargerðarkonur spreyta sig á Stelpur filma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Baltasar Kormákur hélt erindi á námskeiðinu.
Baltasar Kormákur hélt erindi á námskeiðinu.

Hátt í 60 stelpur úr 9 grunnskólum hafa sótt námskeiðið Stelpur filma í Norræna Húsinu í vikunni. RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, heldur nú námskeiðið í þriðja sinn, í samstarfi við Mixtúru og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.

Á námskeiðinu spreyta stelpur sig í að framleiða stuttmyndir og láta rödd sína heyrast. Stuttmyndirnar verða sýndar í Bíó Paradís á meðan RIFF stendur.

Í vikunni hafa stelpurnar sótt námskeið m.a. í handritsgerð, klippingu, jafnréttisfræðslu, leikstjórn og persónusköpun og framleiðslu.

Kennarar eru meðal okkar fremsta kvikmyndagerðarfólks og fagfólks á sínum sviðum. Kennarar eru Margrét Jónasdóttir, Valdís Óskarsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Margrét Örnólfsdóttir, Baltasar Kormákur, Erla Stefánsdóttir, Anna Sæunn Ólafsdóttir og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir.

Skólarnir sem taka þátt eru Austurbæjarskóli, Dalsskóli, Fellskóli, Vogaskóli, Hagaskóli, Háteigsskóli, Sæmundarskóli, Laugalækjarskóli og Suðurhlíðarskóli.

Hér að neðan má sjá myndband frá námskeiðinu.

Klippa: Ungar kvikmyndargerðarkonur spreyta sig á Stelpur filma!





Fleiri fréttir

Sjá meira


×