Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Andrúmsloftið í Hérðasdómi var þrungið spennu þegar aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja gegn Seðlabankanum fór fram í dag. Samherji fer fram á rúmar 300 milljónir í bætur frá Seðlabankanum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Að auki verður sagt frá hluthafafundi Icelandair nú síðdegis, frá töfum í framleiðslu bóluefnis og rætt við Seðlabankastjóra um fjárfestingar lífeyrissjóðanna.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við sérfræðing í málefnum drengja í vanda sem segir að drengir sem læri ekki snemma að tjá tilfinningar sínar eigi í hættu að einangrast í tölvuleikjum og myrkum stöðum internetsins.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×