Allt að 40% afsláttur af flugfargjöldum fyrir íbúa landsbyggðarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2020 14:04 Undir Loftbrú falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Loftbrú.is Íbúar á landsbyggðinni sem eru með lögheimili fjarri höfuðborginni eiga frá og með deginum í dag kost á lægri flugfargjöldum til Reykjavíkur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti þessa nýjung, sem heitir Loftbrú, á fundi í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag. Samkvæmt tilkynningu á vef stjórnarráðsins veitir Loftbrú 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Er veittur fullur afsláttur hvort sem valið er afsláttargjald eða fullt fargjald og getur hver einstaklingur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir). Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti verkefnið á fundi í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag.Stjórnarráðið Út árið 2020 gilda afsláttarkjörin fyrir tvo flugleggi, það er eina ferð til og frá Reykjavík. „Loftbrú veitir afsláttarkjör til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni fjarri höfuðborgarsvæðinu og á eyjum. Undir Loftbrú falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póstnúmera. Alls ná afsláttarkjör Loftbrúar til rúmlega 60 þúsund íbúa á þessum svæðum. Markmiðið með verkefninu er að bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni að miðlægri þjónustu og efla byggðir með því að gera innanlandsflug að hagkvæmari samgöngukosti. Afsláttarkjörin koma þeim til góða sem vilja nýta margvíslega þjónustu og afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu og til að heimsækja ættingja og vini. Loftbrú er ætluð fólki í einkaerindum til höfuðborgarinnar en ekki fyrir ferðir í atvinnuskyni eða hefðbundnar vinnuferðir,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins. Þá var opnuð sérstök upplýsingasíða verkefnisins, loftbru.is. Sigurður Ingi segir í færslu á Facebook-síðu sinni að Loftbrú jafni aðstöðumun íbúa sem búa fjarri höfuðborginni. Um sé að ræða eina af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hafi verið í: „Það er mikið réttlætismál að þeir sem búa fjarri höfuðborginni og vilja og þurfa að sækja þjónustu þangað fái niðurgreiðslu á ferðum sínum með flugi. Ég er sérlega ánægður að sjá afsláttarkjörin verða að veruleika en skoska leiðin hefur verið á stefnuskrá minni síðan ég kom í ráðuneytið. Skoska leiðin var áherslumál Framsóknarflokksins í síðustu kosningum, er hluti af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, fór inn í samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 og samþykkt af Alþingi í júní 2020,“ segir Sigurður Ingi. Loftbrú jafnar aðstöðumun íbúa sem búa fjarri höfuðborginni og er ein af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hefur...Posted by Sigurður Ingi Jóhannsson on Wednesday, September 9, 2020 Samgöngur Byggðamál Fréttir af flugi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Íbúar á landsbyggðinni sem eru með lögheimili fjarri höfuðborginni eiga frá og með deginum í dag kost á lægri flugfargjöldum til Reykjavíkur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti þessa nýjung, sem heitir Loftbrú, á fundi í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag. Samkvæmt tilkynningu á vef stjórnarráðsins veitir Loftbrú 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Er veittur fullur afsláttur hvort sem valið er afsláttargjald eða fullt fargjald og getur hver einstaklingur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir). Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti verkefnið á fundi í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag.Stjórnarráðið Út árið 2020 gilda afsláttarkjörin fyrir tvo flugleggi, það er eina ferð til og frá Reykjavík. „Loftbrú veitir afsláttarkjör til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni fjarri höfuðborgarsvæðinu og á eyjum. Undir Loftbrú falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póstnúmera. Alls ná afsláttarkjör Loftbrúar til rúmlega 60 þúsund íbúa á þessum svæðum. Markmiðið með verkefninu er að bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni að miðlægri þjónustu og efla byggðir með því að gera innanlandsflug að hagkvæmari samgöngukosti. Afsláttarkjörin koma þeim til góða sem vilja nýta margvíslega þjónustu og afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu og til að heimsækja ættingja og vini. Loftbrú er ætluð fólki í einkaerindum til höfuðborgarinnar en ekki fyrir ferðir í atvinnuskyni eða hefðbundnar vinnuferðir,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins. Þá var opnuð sérstök upplýsingasíða verkefnisins, loftbru.is. Sigurður Ingi segir í færslu á Facebook-síðu sinni að Loftbrú jafni aðstöðumun íbúa sem búa fjarri höfuðborginni. Um sé að ræða eina af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hafi verið í: „Það er mikið réttlætismál að þeir sem búa fjarri höfuðborginni og vilja og þurfa að sækja þjónustu þangað fái niðurgreiðslu á ferðum sínum með flugi. Ég er sérlega ánægður að sjá afsláttarkjörin verða að veruleika en skoska leiðin hefur verið á stefnuskrá minni síðan ég kom í ráðuneytið. Skoska leiðin var áherslumál Framsóknarflokksins í síðustu kosningum, er hluti af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, fór inn í samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 og samþykkt af Alþingi í júní 2020,“ segir Sigurður Ingi. Loftbrú jafnar aðstöðumun íbúa sem búa fjarri höfuðborginni og er ein af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hefur...Posted by Sigurður Ingi Jóhannsson on Wednesday, September 9, 2020
Samgöngur Byggðamál Fréttir af flugi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira