Starfsmenn segja mikilvæg verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar í óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2020 18:59 Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segir um sjötíu starfsmenn í óvissu um framtíð sína og þeirra fjölmörgu verkefna sem unnini séu hjá stofnuninni. Stöð 2/Baldur Starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands undrast að leggja eigi stofnunina niður um áramótin án víðtæks samstarfs við þá á sama tíma og ríkisstjórnin leggi mikla áherslu á nýsköpun. Um sjötíu starfsmenn séu í fullkominni óvissu og ekki liggi fyrir hvert verkefni stofnunarinnar eigi að fara. Nýsköpunarráðherra tilkynnti í lok febrúar að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um komandi áramót. Stofnunin sinnir fjölbreyttum samstarfsverkefnum með stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum. En nú er ekki ljóst hvað verður um þau verkefni. Ráðherra hefur hins vegar sagt að verkefnunum verði fundinn staður innan háskólanna, annarra stofnana og hjá einkaaðilum. Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna segir að um sjötíu starfsmenn viti ekki hvað verði um þá. En 30. júní greindi ráðuneytið þó frá því að engum yrði sagt upp fyrir áramót. Kjartan Due Nielsen segir Nýsköpunarmiðstöðina hafa gengt mikilvægu hlutverki eftir bankahrunið og geti gert það í kórónufaraldrinum nú.Stöð 2/Baldur „Við erum ósátt að málin skuli ekki skoðuð betur. Það er verið að leggja niður mikilvæga þjónustu gagnvart fyrirtækjum og frumkvöðlum og það er gert án víðtæks samráðs. Og það er óljóst hvað tekur við sem er auðvitað mjög óþægilegt fyrir alla aðila,“ segir Kjartan. Leggja eigi niður Nýsköpunarmiðstöðina á sama tíma og ráðuneytið og ríkisstjórnin leggi áherslu á aukna nýsköpun. Þetta sé sérstaklega slæmt á tímum kórónufaraldurins en það hafi sýnt sig eftir bankahrunið að Nýsköpunarstofnun hafi spilað lykilhlutverk í stuðningi við atvinnulausa frumkvöðla. Það sé eins og ráðuneytið geri sér ekki greini fyrir verðmæti samlegðaráhrifa einstakra deilda og samstarfi þeirra. „Og þegar við erum að tala um hátæknifyrirtæki sérstaklega erum við að tala um fyrirtæki sem þurfa langan tíma til að þróast og dafna. Við erum að tala um fyrirtæki sem þurfa mikla sérfræðiaðstoð og aðgang að sérhæfðum tækjabúnaði. Við höfum auðvitað þessa hluti og það er enginn annar aðili sem er að sinna þessari þjónustu eins og við gerum,“ segir Kjartan. Þessi fyrirtæki skapi síðar miklar tekjur í ríkissjóð, hálaunastörf og útflutningstekjur. „Við erum sjötíu starfsmenn og ég held að það viti enginn hér og nú hvað verður eins og staðan er. Það er hálft ár síðan tilkynnt var um þetta,“ segir Kjartan. Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15 Aukinn áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð sem verður lögð niður Ásókn í samstarf við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist á undanförnum mánuðum eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst. Forstjórinn segir að verkefnum verði fundinn nýr farvegur þegar stofnunin verður lögð niður um næstu áramót. 16. maí 2020 19:30 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
Starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands undrast að leggja eigi stofnunina niður um áramótin án víðtæks samstarfs við þá á sama tíma og ríkisstjórnin leggi mikla áherslu á nýsköpun. Um sjötíu starfsmenn séu í fullkominni óvissu og ekki liggi fyrir hvert verkefni stofnunarinnar eigi að fara. Nýsköpunarráðherra tilkynnti í lok febrúar að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um komandi áramót. Stofnunin sinnir fjölbreyttum samstarfsverkefnum með stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum. En nú er ekki ljóst hvað verður um þau verkefni. Ráðherra hefur hins vegar sagt að verkefnunum verði fundinn staður innan háskólanna, annarra stofnana og hjá einkaaðilum. Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna segir að um sjötíu starfsmenn viti ekki hvað verði um þá. En 30. júní greindi ráðuneytið þó frá því að engum yrði sagt upp fyrir áramót. Kjartan Due Nielsen segir Nýsköpunarmiðstöðina hafa gengt mikilvægu hlutverki eftir bankahrunið og geti gert það í kórónufaraldrinum nú.Stöð 2/Baldur „Við erum ósátt að málin skuli ekki skoðuð betur. Það er verið að leggja niður mikilvæga þjónustu gagnvart fyrirtækjum og frumkvöðlum og það er gert án víðtæks samráðs. Og það er óljóst hvað tekur við sem er auðvitað mjög óþægilegt fyrir alla aðila,“ segir Kjartan. Leggja eigi niður Nýsköpunarmiðstöðina á sama tíma og ráðuneytið og ríkisstjórnin leggi áherslu á aukna nýsköpun. Þetta sé sérstaklega slæmt á tímum kórónufaraldurins en það hafi sýnt sig eftir bankahrunið að Nýsköpunarstofnun hafi spilað lykilhlutverk í stuðningi við atvinnulausa frumkvöðla. Það sé eins og ráðuneytið geri sér ekki greini fyrir verðmæti samlegðaráhrifa einstakra deilda og samstarfi þeirra. „Og þegar við erum að tala um hátæknifyrirtæki sérstaklega erum við að tala um fyrirtæki sem þurfa langan tíma til að þróast og dafna. Við erum að tala um fyrirtæki sem þurfa mikla sérfræðiaðstoð og aðgang að sérhæfðum tækjabúnaði. Við höfum auðvitað þessa hluti og það er enginn annar aðili sem er að sinna þessari þjónustu eins og við gerum,“ segir Kjartan. Þessi fyrirtæki skapi síðar miklar tekjur í ríkissjóð, hálaunastörf og útflutningstekjur. „Við erum sjötíu starfsmenn og ég held að það viti enginn hér og nú hvað verður eins og staðan er. Það er hálft ár síðan tilkynnt var um þetta,“ segir Kjartan.
Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15 Aukinn áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð sem verður lögð niður Ásókn í samstarf við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist á undanförnum mánuðum eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst. Forstjórinn segir að verkefnum verði fundinn nýr farvegur þegar stofnunin verður lögð niður um næstu áramót. 16. maí 2020 19:30 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15
Aukinn áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð sem verður lögð niður Ásókn í samstarf við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist á undanförnum mánuðum eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst. Forstjórinn segir að verkefnum verði fundinn nýr farvegur þegar stofnunin verður lögð niður um næstu áramót. 16. maí 2020 19:30
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda