Brutu ekki jafnréttislög með því að neita karlmanni um brasilískt vax Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2020 07:45 Brasilíska vaxið var aðeins í boði fyrir konur. Vísir/getty Snyrtistofa sem neitaði karlmanni um að bóka tíma í svokallað brasilískt vax braut ekki jafnréttislög með synjuninni. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Nefndin féllst á þau rök snyrtistofunnar að það að veita körlum umbeðna þjónustu væri til þess fallið að særa blygðunarkennd starfsfólks, sem allt er kvenkyns. Maðurinn kærði ákvörðun snyrtistofunnar í júní. Maðurinn sagði í kærunni að honum hafi verið neitað um að bóka tíma í brasilískt vax, sem felur m.a. í sér að fjarlægja hár af kynfærum, hjá snyrtistofunni á þeirri forsendu að stofan veiti hvorki karlmönnum né transfólki þjónustu. Snyrtistofan segir í svari sínu við kærunni að aldrei hafi verið boðið upp á umrædda þjónustu fyrir karlmenn frá því að stofan var stofnuð fyrir um áratug. Þjónustan hafi alla tíð verið takmörkuð við konur. Ástæða þess sé einfaldlega sú að starfsmenn hafi hvorki reynslu né þekkingu á því hvernig eigi að framkvæma þjónustuna fyrir karlmenn. Auk þess hafi starfsmenn ekki haft vilja til þess að framkvæma þjónustuna fyrir karlmenn. Um sé að ræða mjög viðkvæma þjónustu sem feli það í sér að kynfæri viðskiptavina séu vöxuð. Starfsmennirnir séu auk þess allir kvenkyns og því gæti það farið gegn blygðunarsemi þeirra að veita karlmönnum umrædda þjónustu. Transfólki sé alltaf velkomið að fá þjónustu hjá snyrtistofunni. Þá tekur snyrtistofan fram að þó að kæran „eigi ekki við nein rök að styðjast“ hafi hún samt sem áður ákveðið að hætta alfarið að bjóða upp á brasilískt vax. Kærunefndin mat það svo að snyrtistofan hefði sýnt fram á það að réttlæta megi ólíka meðferð hennar á kvenkyns viðskiptavinum og karlkyns viðskiptavinum á „málefnalegan hátt með lögmætu markmiði“. Stofan hafi þannig ekki brotið gegn jafnréttislögum með því að synja manninum um brasilískt vax. Stjórnsýsla Jafnréttismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Snyrtistofa sem neitaði karlmanni um að bóka tíma í svokallað brasilískt vax braut ekki jafnréttislög með synjuninni. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Nefndin féllst á þau rök snyrtistofunnar að það að veita körlum umbeðna þjónustu væri til þess fallið að særa blygðunarkennd starfsfólks, sem allt er kvenkyns. Maðurinn kærði ákvörðun snyrtistofunnar í júní. Maðurinn sagði í kærunni að honum hafi verið neitað um að bóka tíma í brasilískt vax, sem felur m.a. í sér að fjarlægja hár af kynfærum, hjá snyrtistofunni á þeirri forsendu að stofan veiti hvorki karlmönnum né transfólki þjónustu. Snyrtistofan segir í svari sínu við kærunni að aldrei hafi verið boðið upp á umrædda þjónustu fyrir karlmenn frá því að stofan var stofnuð fyrir um áratug. Þjónustan hafi alla tíð verið takmörkuð við konur. Ástæða þess sé einfaldlega sú að starfsmenn hafi hvorki reynslu né þekkingu á því hvernig eigi að framkvæma þjónustuna fyrir karlmenn. Auk þess hafi starfsmenn ekki haft vilja til þess að framkvæma þjónustuna fyrir karlmenn. Um sé að ræða mjög viðkvæma þjónustu sem feli það í sér að kynfæri viðskiptavina séu vöxuð. Starfsmennirnir séu auk þess allir kvenkyns og því gæti það farið gegn blygðunarsemi þeirra að veita karlmönnum umrædda þjónustu. Transfólki sé alltaf velkomið að fá þjónustu hjá snyrtistofunni. Þá tekur snyrtistofan fram að þó að kæran „eigi ekki við nein rök að styðjast“ hafi hún samt sem áður ákveðið að hætta alfarið að bjóða upp á brasilískt vax. Kærunefndin mat það svo að snyrtistofan hefði sýnt fram á það að réttlæta megi ólíka meðferð hennar á kvenkyns viðskiptavinum og karlkyns viðskiptavinum á „málefnalegan hátt með lögmætu markmiði“. Stofan hafi þannig ekki brotið gegn jafnréttislögum með því að synja manninum um brasilískt vax.
Stjórnsýsla Jafnréttismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira