Innlent

Rigning og sunnankaldi í kortunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Búast má við rigningu á Suðvesturhorninu seinni partinn á morgun og á fimmtudag.
Búast má við rigningu á Suðvesturhorninu seinni partinn á morgun og á fimmtudag. Vísir/vilhelm

Búast má við norðlægri átt á landinu í dag, golu eða kalda víðast hvar. Skúrir sunnanlands, einkum við ströndina og stöku skúrir á Norðausturlandi, annars bjart með köflum. Hiti 4 til 12 stig, mildast sunnan heiða.

Þá snýst í hægari sunnanátt á morgun en norðvestan strekkingur austast fram eftir morgni. Víða léttskýjað en dálitlar skúrir suðvestantil á landinu. Hiti 5 til 10 stig. 

Hvessir um kvöldið og fer að rigna á Suður- og Vesturlandi. Búist er við sunnankalda með rigningu á fimmtudag, einkum um landið sunnan- og vestanvert.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:

Fremur hæg breytileg átt, en norðvestan 8-13 m/s við A-ströndina fram eftir degi. Bjart með köflum og hiti yfirleitt 5 til 10 stig. Vaxandi sunnanátt og fer að rigna S- og V-lands um kvöldið.

Á fimmtudag:

Suðlæg átt 5-13, en austan 10-18 á annesjum N-lands. Víða rigning og hiti 7 til 12 stig.

Á föstudag:

Norðaustan 10-15 og rigning. Hægari og úrkomulítið S-til á landinu, en rigning um tíma SV-lands. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast syðst.

Á laugardag:

Norðaustlæg átt og lítilsháttar væta N- og A-lands, en bjart með köflum á SV-landi. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:

Austanátt og rigning, en slydda til fjalla. Hiti 3 til 10 stig, mildast við S-ströndina.

Á mánudag:

Norðaustanátt og rigning eða slydda um tíma á norðan- og austanverðu landinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.