Dæmi um að fólk sé óvinnufært vegna síþreytu eftir kórónuveirusmit Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. september 2020 20:30 Guðrún Sæmundsdóttir er formaður ME félagsins. BALDUR HRAFNKELL Þrjátíu sem fengu aðeins væg einkenni covid-19 eru á biðlista eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi. Dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu og vísbendingar eru um að veiran geti valdið ólæknandi sjúkdómnum síþreytu. Sérfræðingar um allan heim velta fyrir sér mögulegum afleiðingum Covid-19 á þá sem hafa smitast. Því er meðal annars velt upp hvort Covid-19 geti valdið ME sjúkdómnum sem á íslensku hefur verið kallaður síþreyta. „Þetta er fjölþættur sjúkdómur sem sameiginlegt einkenni er mikil yfirgengileg þreyta en svo er fjöldi annarra einkenna sem kemur fram. Ég held ég treysti mér ekki til að ræða ennþá samhengi þarna við en hins vegar þá eru ákveðnar vísbendingar komnar fram í þá átt að þarna geti verið tengsl á milli þannig það er alla vegana ljóst að covid er miklu meira en venjuleg flensa eins og kannski margir voru að gera ráð fyrri í upphafi,“ sagði Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar.BALDUR HRAFNKELL Fjórir sem fengu aðeins væg einkenni kórónuveirunnar eru í endurhæfingu á Reykjalundi. Fjórir til viðbótar fara í endurhæfingu á næstunni og tæplega þrjátíu manns bíða eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi vegna þreytu og mikils úthaldsleysis eftir kórónuveirusmit. Fólk óvinnufært vegna síþreytu Formaður ME félagsins segir að dæmi séu um að fólk sem smitaðist af kórónuveirunni hafi haft samband við félagið vegna síþreytu. „Fólk er eitthvað að vakna til meðvitundar um að það geti verið að það fái ME sjúkdóminn í kjölfar Covid19,“ sagði Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. Einkenni ME sjúkdómsins er örmögnun eftir álag eða áreinslu. „Batteríið í fólki er í raun og veru bilað. Það er kannski bara með 20% orku á meðan aðrir eru með hundrað prósent orku og hún verður að duga allan daginn. Ef farið er yfir þolmörkin þá fær fólk yfirleitt heilaþoku,“ sagði Guðrún. Þeir sem hafa haft samband við ykkur í kölfar kórónuveirufaraldursins, eru dæmi um að fólk sé óvinnufært? „Já það er algjörlega óvinnufært,“ sagði Guðrún. Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn og var hann ekki í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum, þar af einn með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælinga beðið í tveimur tilvikum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greindist innanlands Einn greindist með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Sá var ekki í sóttkví. Virkum smitum fækkar milli daga og sömuleiðis fólki í sóttkví. 5. september 2020 11:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Þrjátíu sem fengu aðeins væg einkenni covid-19 eru á biðlista eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi. Dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu og vísbendingar eru um að veiran geti valdið ólæknandi sjúkdómnum síþreytu. Sérfræðingar um allan heim velta fyrir sér mögulegum afleiðingum Covid-19 á þá sem hafa smitast. Því er meðal annars velt upp hvort Covid-19 geti valdið ME sjúkdómnum sem á íslensku hefur verið kallaður síþreyta. „Þetta er fjölþættur sjúkdómur sem sameiginlegt einkenni er mikil yfirgengileg þreyta en svo er fjöldi annarra einkenna sem kemur fram. Ég held ég treysti mér ekki til að ræða ennþá samhengi þarna við en hins vegar þá eru ákveðnar vísbendingar komnar fram í þá átt að þarna geti verið tengsl á milli þannig það er alla vegana ljóst að covid er miklu meira en venjuleg flensa eins og kannski margir voru að gera ráð fyrri í upphafi,“ sagði Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar.BALDUR HRAFNKELL Fjórir sem fengu aðeins væg einkenni kórónuveirunnar eru í endurhæfingu á Reykjalundi. Fjórir til viðbótar fara í endurhæfingu á næstunni og tæplega þrjátíu manns bíða eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi vegna þreytu og mikils úthaldsleysis eftir kórónuveirusmit. Fólk óvinnufært vegna síþreytu Formaður ME félagsins segir að dæmi séu um að fólk sem smitaðist af kórónuveirunni hafi haft samband við félagið vegna síþreytu. „Fólk er eitthvað að vakna til meðvitundar um að það geti verið að það fái ME sjúkdóminn í kjölfar Covid19,“ sagði Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. Einkenni ME sjúkdómsins er örmögnun eftir álag eða áreinslu. „Batteríið í fólki er í raun og veru bilað. Það er kannski bara með 20% orku á meðan aðrir eru með hundrað prósent orku og hún verður að duga allan daginn. Ef farið er yfir þolmörkin þá fær fólk yfirleitt heilaþoku,“ sagði Guðrún. Þeir sem hafa haft samband við ykkur í kölfar kórónuveirufaraldursins, eru dæmi um að fólk sé óvinnufært? „Já það er algjörlega óvinnufært,“ sagði Guðrún. Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn og var hann ekki í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum, þar af einn með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælinga beðið í tveimur tilvikum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greindist innanlands Einn greindist með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Sá var ekki í sóttkví. Virkum smitum fækkar milli daga og sömuleiðis fólki í sóttkví. 5. september 2020 11:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Einn greindist innanlands Einn greindist með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Sá var ekki í sóttkví. Virkum smitum fækkar milli daga og sömuleiðis fólki í sóttkví. 5. september 2020 11:00