„Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2020 17:52 Sævar Þór Jónsson er lögmaður konunnar sem greindist með ólæknandi krabbamein í kjölfar mistakanna. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við sýnatöku, segir að umbjóðanda sínum þyki viðbrögð stjórnenda Krabbameinsfélagsins gagnrýnisverð. Það sé ekki sanngjarnt að varpa sökinni í heild á einn tiltekinn starfsmann í ljósi þess að ýmislegt bendi til þess að eftirliti hafi verið ábótavant. Sævar ræddi um málið í Reykjavík síðdegis. Hann með þrjú önnur mál af svipuðum toga sem kanna þarf til hlítar. Fyrirspurnum frá konum sem vilja kanna rétt sinn hefur rignt yfir Sævar eftir að fréttastofa greindi frá málinu í upphafi vikunnar. „Þetta eru mál sem eiga það sammerkt að vera á þessu tímabili sem hér er til umræðu; einstaklingar sem hafa farið í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu á þessum tíma, 2018, og veikjast síðan stuttu seinna eða ári seinna og þá alvarlega,“ segir Sævar um þau þrjú mál þar sem verið er að kanna grundvöll til málsóknar. Frekari gagnaöflunar sé þörf á þessu stigi máls. „Ég hefði nú samt viljað kalla eftir því að stjórnvöld gripu inn í með afgerandi hætti. Það er eðlilegt að fá utanaðkomandi aðila til að kanna og rannsaka hvað fór úrskeiðis þarna. Það er ekki eðlilegt að aðilinn sem verið er að gagnrýna sé að rannsaka sig sjálfur. Mér fyndist það svona faglegra að það yrði þá fenginn einhver utanaðkomandi aðili. Ég geri ráð fyrir að Landlæknisembættið sé að vinna í því.“ Ekki að reka málið út af bótakröfu heldur réttlæti Sævar var spurður út í líðan umbjóðandans. „Hún er skiljanlega ekki góð. Hún náttúrulega er að kljást við bæði þennan sjúkdóm sem er krabbamein og líka bara framhaldið; að takast á við framtíðina sem er mjög, mjög óljós. Það skal tekið fram að hún er ekki að reka mál sitt opinberlega út af einhverri bótakröfu. Hún er að vekja athygli á málinu út af þeim „lapsus“ sem er í þessum öryggisventil sem er Krabbameinsfélagið. Hún vill benda á að það er eitthvað mikið að. Eftirlitið sem konur hafa treyst á virkar ekki sem skyldi.“ Umbjóðanda Sævars þykir óeðlilegt að stjórnendur Krabbameinsfélagsins stilli málinu upp með þeim hætti að mistökin, og þar með talin ábyrgðin, hverfist eingöngu um einn tiltekinn starfsmann. „Það voru gerð mistök. Það er bara eins og það er, sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Það hafa komið fram upplýsingar í þessu máli sem benda til þess að eftirlitið hafi bara ekki verið eðlilegt og ekki í samræmi við það sem þekkist annars staðar í Evrópu og það er ámælisvert. [...] Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli. Það eru auðvitað stjórnendur Krabbameinsfélagsins, sem bera ábyrgðina“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52 Öskureið yfir „siðleysi“ og „aumingjadómi“ Krabbameinsfélagsins Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. 4. september 2020 11:07 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við sýnatöku, segir að umbjóðanda sínum þyki viðbrögð stjórnenda Krabbameinsfélagsins gagnrýnisverð. Það sé ekki sanngjarnt að varpa sökinni í heild á einn tiltekinn starfsmann í ljósi þess að ýmislegt bendi til þess að eftirliti hafi verið ábótavant. Sævar ræddi um málið í Reykjavík síðdegis. Hann með þrjú önnur mál af svipuðum toga sem kanna þarf til hlítar. Fyrirspurnum frá konum sem vilja kanna rétt sinn hefur rignt yfir Sævar eftir að fréttastofa greindi frá málinu í upphafi vikunnar. „Þetta eru mál sem eiga það sammerkt að vera á þessu tímabili sem hér er til umræðu; einstaklingar sem hafa farið í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu á þessum tíma, 2018, og veikjast síðan stuttu seinna eða ári seinna og þá alvarlega,“ segir Sævar um þau þrjú mál þar sem verið er að kanna grundvöll til málsóknar. Frekari gagnaöflunar sé þörf á þessu stigi máls. „Ég hefði nú samt viljað kalla eftir því að stjórnvöld gripu inn í með afgerandi hætti. Það er eðlilegt að fá utanaðkomandi aðila til að kanna og rannsaka hvað fór úrskeiðis þarna. Það er ekki eðlilegt að aðilinn sem verið er að gagnrýna sé að rannsaka sig sjálfur. Mér fyndist það svona faglegra að það yrði þá fenginn einhver utanaðkomandi aðili. Ég geri ráð fyrir að Landlæknisembættið sé að vinna í því.“ Ekki að reka málið út af bótakröfu heldur réttlæti Sævar var spurður út í líðan umbjóðandans. „Hún er skiljanlega ekki góð. Hún náttúrulega er að kljást við bæði þennan sjúkdóm sem er krabbamein og líka bara framhaldið; að takast á við framtíðina sem er mjög, mjög óljós. Það skal tekið fram að hún er ekki að reka mál sitt opinberlega út af einhverri bótakröfu. Hún er að vekja athygli á málinu út af þeim „lapsus“ sem er í þessum öryggisventil sem er Krabbameinsfélagið. Hún vill benda á að það er eitthvað mikið að. Eftirlitið sem konur hafa treyst á virkar ekki sem skyldi.“ Umbjóðanda Sævars þykir óeðlilegt að stjórnendur Krabbameinsfélagsins stilli málinu upp með þeim hætti að mistökin, og þar með talin ábyrgðin, hverfist eingöngu um einn tiltekinn starfsmann. „Það voru gerð mistök. Það er bara eins og það er, sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Það hafa komið fram upplýsingar í þessu máli sem benda til þess að eftirlitið hafi bara ekki verið eðlilegt og ekki í samræmi við það sem þekkist annars staðar í Evrópu og það er ámælisvert. [...] Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli. Það eru auðvitað stjórnendur Krabbameinsfélagsins, sem bera ábyrgðina“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52 Öskureið yfir „siðleysi“ og „aumingjadómi“ Krabbameinsfélagsins Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. 4. september 2020 11:07 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32
Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52
Öskureið yfir „siðleysi“ og „aumingjadómi“ Krabbameinsfélagsins Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. 4. september 2020 11:07