Fyrsta haustlægðin: Hafa séð það svartara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2020 19:30 Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjasvæðinu kíkti á aðstæður ásamt syni sínum eftir ofankomuna sem fylgdi lægðinni. Vísir/Tryggvi Það snjóaði víða á Norðausturlandi í nótt og í morgun eftir að fyrsta haustlægðin lét til sín taka. Bændur í Þingeyjarsveit voru smeykir við veðrið sem þó gekk yfir án teljandi vandræða. Appelsínugul veðurviðvörun var í gildi í nótt á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi vegna norðanhríðar. Varað hafði verið við því að sauðfé gæti lent í vandræðum vegna ofankomu Bændur á svæðinu höfðu áhyggjur af snjókoma í 300-400 metrum yfir sjávarmáli eins og til dæmis í Þeistareykjafrétt, þar sem tíu sentimetra snjólag lá á jörðinni eftir nóttina. Veðrið þar virðist hins vegar ekki hafa verið jafn slæmt og verstu spár gerðu ráð fyrir. „Við vorum orðnir smeykir í gær þegar það var kominn appelsínugul viðvörun og óvissustig almannavarna. Bæði held ég að það hafi orðið hlýrra en var og minni vindur þannig að þetta slapp til,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjasvæðinu sem kíkti á stöðu mála eftir nóttina ásamt fréttamanni og syni sínum, Arnari Inga, í dag. Þeistareykjaafréttin er í 400 metra hæð og þar var alhvít jörð í dag. Íslenska kindin lætur ekki smá hausthret hrella sig.Vísir/Tryggvi. „Þetta er hefur sloppið til. Við erum hérna í svona 400 metra hæð og það hefur gránað og sett niður örlítinn snjó en þetta fer nú þegar líður á daginn. Við sjáum það að féð er ekkert farið að hópast hér að heldur hefur það bara haft frið í skjól.“ Þannig að þið hafið séð það svartara? „Já, við höfum séð það miklu svartara en þetta. Ef veðrið hefði ekki komið 2012 þá hefðu menn sennilega ekkert verið að kippa sér upp við þetta,“ segir Sæþór. Þarna vísar Sæþór í aftakaveður sem gerði árið 2012 á svæðinu, með þeim afleiðingum að þrjú þúsund kindur drápust í miklu fannfergi. Það er ólíku saman að jafna og nú, þó að óneitanlega sé það kuldalegt að sjá kindurnar á beit í snjónum. „Það er hrakið náttúrúlega blautt og því líður ekkert vel. Það er alltaf slæmt að fá svona hret en í sjálfu sér er sauðkindin alveg magnað fyrirbæri og með góða ull og það fer að létta til og birta þegar líða fer á daginn. Ég held að þetta verði allt í fínalagi.“ Landbúnaður Veður Þingeyjarsveit Dýr Tengdar fréttir Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. 4. september 2020 12:14 Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Það snjóaði víða á Norðausturlandi í nótt og í morgun eftir að fyrsta haustlægðin lét til sín taka. Bændur í Þingeyjarsveit voru smeykir við veðrið sem þó gekk yfir án teljandi vandræða. Appelsínugul veðurviðvörun var í gildi í nótt á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi vegna norðanhríðar. Varað hafði verið við því að sauðfé gæti lent í vandræðum vegna ofankomu Bændur á svæðinu höfðu áhyggjur af snjókoma í 300-400 metrum yfir sjávarmáli eins og til dæmis í Þeistareykjafrétt, þar sem tíu sentimetra snjólag lá á jörðinni eftir nóttina. Veðrið þar virðist hins vegar ekki hafa verið jafn slæmt og verstu spár gerðu ráð fyrir. „Við vorum orðnir smeykir í gær þegar það var kominn appelsínugul viðvörun og óvissustig almannavarna. Bæði held ég að það hafi orðið hlýrra en var og minni vindur þannig að þetta slapp til,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjasvæðinu sem kíkti á stöðu mála eftir nóttina ásamt fréttamanni og syni sínum, Arnari Inga, í dag. Þeistareykjaafréttin er í 400 metra hæð og þar var alhvít jörð í dag. Íslenska kindin lætur ekki smá hausthret hrella sig.Vísir/Tryggvi. „Þetta er hefur sloppið til. Við erum hérna í svona 400 metra hæð og það hefur gránað og sett niður örlítinn snjó en þetta fer nú þegar líður á daginn. Við sjáum það að féð er ekkert farið að hópast hér að heldur hefur það bara haft frið í skjól.“ Þannig að þið hafið séð það svartara? „Já, við höfum séð það miklu svartara en þetta. Ef veðrið hefði ekki komið 2012 þá hefðu menn sennilega ekkert verið að kippa sér upp við þetta,“ segir Sæþór. Þarna vísar Sæþór í aftakaveður sem gerði árið 2012 á svæðinu, með þeim afleiðingum að þrjú þúsund kindur drápust í miklu fannfergi. Það er ólíku saman að jafna og nú, þó að óneitanlega sé það kuldalegt að sjá kindurnar á beit í snjónum. „Það er hrakið náttúrúlega blautt og því líður ekkert vel. Það er alltaf slæmt að fá svona hret en í sjálfu sér er sauðkindin alveg magnað fyrirbæri og með góða ull og það fer að létta til og birta þegar líða fer á daginn. Ég held að þetta verði allt í fínalagi.“
Landbúnaður Veður Þingeyjarsveit Dýr Tengdar fréttir Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. 4. september 2020 12:14 Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. 4. september 2020 12:14
Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19