Fyrsta haustlægðin: Hafa séð það svartara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2020 19:30 Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjasvæðinu kíkti á aðstæður ásamt syni sínum eftir ofankomuna sem fylgdi lægðinni. Vísir/Tryggvi Það snjóaði víða á Norðausturlandi í nótt og í morgun eftir að fyrsta haustlægðin lét til sín taka. Bændur í Þingeyjarsveit voru smeykir við veðrið sem þó gekk yfir án teljandi vandræða. Appelsínugul veðurviðvörun var í gildi í nótt á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi vegna norðanhríðar. Varað hafði verið við því að sauðfé gæti lent í vandræðum vegna ofankomu Bændur á svæðinu höfðu áhyggjur af snjókoma í 300-400 metrum yfir sjávarmáli eins og til dæmis í Þeistareykjafrétt, þar sem tíu sentimetra snjólag lá á jörðinni eftir nóttina. Veðrið þar virðist hins vegar ekki hafa verið jafn slæmt og verstu spár gerðu ráð fyrir. „Við vorum orðnir smeykir í gær þegar það var kominn appelsínugul viðvörun og óvissustig almannavarna. Bæði held ég að það hafi orðið hlýrra en var og minni vindur þannig að þetta slapp til,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjasvæðinu sem kíkti á stöðu mála eftir nóttina ásamt fréttamanni og syni sínum, Arnari Inga, í dag. Þeistareykjaafréttin er í 400 metra hæð og þar var alhvít jörð í dag. Íslenska kindin lætur ekki smá hausthret hrella sig.Vísir/Tryggvi. „Þetta er hefur sloppið til. Við erum hérna í svona 400 metra hæð og það hefur gránað og sett niður örlítinn snjó en þetta fer nú þegar líður á daginn. Við sjáum það að féð er ekkert farið að hópast hér að heldur hefur það bara haft frið í skjól.“ Þannig að þið hafið séð það svartara? „Já, við höfum séð það miklu svartara en þetta. Ef veðrið hefði ekki komið 2012 þá hefðu menn sennilega ekkert verið að kippa sér upp við þetta,“ segir Sæþór. Þarna vísar Sæþór í aftakaveður sem gerði árið 2012 á svæðinu, með þeim afleiðingum að þrjú þúsund kindur drápust í miklu fannfergi. Það er ólíku saman að jafna og nú, þó að óneitanlega sé það kuldalegt að sjá kindurnar á beit í snjónum. „Það er hrakið náttúrúlega blautt og því líður ekkert vel. Það er alltaf slæmt að fá svona hret en í sjálfu sér er sauðkindin alveg magnað fyrirbæri og með góða ull og það fer að létta til og birta þegar líða fer á daginn. Ég held að þetta verði allt í fínalagi.“ Landbúnaður Veður Þingeyjarsveit Dýr Tengdar fréttir Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. 4. september 2020 12:14 Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Það snjóaði víða á Norðausturlandi í nótt og í morgun eftir að fyrsta haustlægðin lét til sín taka. Bændur í Þingeyjarsveit voru smeykir við veðrið sem þó gekk yfir án teljandi vandræða. Appelsínugul veðurviðvörun var í gildi í nótt á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi vegna norðanhríðar. Varað hafði verið við því að sauðfé gæti lent í vandræðum vegna ofankomu Bændur á svæðinu höfðu áhyggjur af snjókoma í 300-400 metrum yfir sjávarmáli eins og til dæmis í Þeistareykjafrétt, þar sem tíu sentimetra snjólag lá á jörðinni eftir nóttina. Veðrið þar virðist hins vegar ekki hafa verið jafn slæmt og verstu spár gerðu ráð fyrir. „Við vorum orðnir smeykir í gær þegar það var kominn appelsínugul viðvörun og óvissustig almannavarna. Bæði held ég að það hafi orðið hlýrra en var og minni vindur þannig að þetta slapp til,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjasvæðinu sem kíkti á stöðu mála eftir nóttina ásamt fréttamanni og syni sínum, Arnari Inga, í dag. Þeistareykjaafréttin er í 400 metra hæð og þar var alhvít jörð í dag. Íslenska kindin lætur ekki smá hausthret hrella sig.Vísir/Tryggvi. „Þetta er hefur sloppið til. Við erum hérna í svona 400 metra hæð og það hefur gránað og sett niður örlítinn snjó en þetta fer nú þegar líður á daginn. Við sjáum það að féð er ekkert farið að hópast hér að heldur hefur það bara haft frið í skjól.“ Þannig að þið hafið séð það svartara? „Já, við höfum séð það miklu svartara en þetta. Ef veðrið hefði ekki komið 2012 þá hefðu menn sennilega ekkert verið að kippa sér upp við þetta,“ segir Sæþór. Þarna vísar Sæþór í aftakaveður sem gerði árið 2012 á svæðinu, með þeim afleiðingum að þrjú þúsund kindur drápust í miklu fannfergi. Það er ólíku saman að jafna og nú, þó að óneitanlega sé það kuldalegt að sjá kindurnar á beit í snjónum. „Það er hrakið náttúrúlega blautt og því líður ekkert vel. Það er alltaf slæmt að fá svona hret en í sjálfu sér er sauðkindin alveg magnað fyrirbæri og með góða ull og það fer að létta til og birta þegar líða fer á daginn. Ég held að þetta verði allt í fínalagi.“
Landbúnaður Veður Þingeyjarsveit Dýr Tengdar fréttir Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. 4. september 2020 12:14 Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. 4. september 2020 12:14
Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19