Telur njósnamálið í Danmörku snerta Íslendinga beint Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2020 12:38 Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir að njósnamál sem kom upp nýverið í Danmörku tengist Íslendingum beint. Utanríkisráðherra telur að stjórnvöld hér á landi hafi ekki verið nógu vakandi í netöryggismálum. Smári hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd þingsins taki njósnamálið danska fyrir og að nefndin krefjist skýringa frá dönskum yfirvöldum. Á þingi í dag vakti Smári athygli á njósnahneyksli sem skekið hefur danska stjórnkerfið að undanförnu eftir að upp komst að leyniþjónusta danska hersins veitti Þjóðaröryggistofnun Bandaríkjanna (NSA) aðgang að ljósleiðurum, sem gerði NSA meðal annars kleift að fylgjast með símtölum, sms skilaboðum og tölvupósti sem fóru um ljósleiðarann, nær öllum rafrænum sendingum dönsku þjóðarinnar. „Þetta eru óþægilegar fréttir fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að þetta snertir Íslendinga með beinum hætti. Öll fjarskipti Íslendinga fara í gegnum þrjá sæstrengi sem allir liggja í gegnum danskt yfirráðasvæði. Allir tölvupóstarnir, öll skjölin, allir fjarfundirnir, öll okkar fjarskipti fara í gegnum þessa sæstrengi,“ sagði Smári McCarthy í óundirburnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.vísir/vilhelm Þar beindi hann þeirri spurningu að Guðlaugi Þór Þórðarssyni, hvort að hann hefði rætt málið við norræna kollega sína, hvort að bandarísk yfirvöld hafi farið fram á það með beinum hætti að njósna hér á landi og hvort ráðherra hafi leitast eftir upplýsingum um málið. Vill að utanríkismálanefnd taki málið fyrir Í svari ráðherra kom fram að hann teldi málið alvarlegt og til stæði að ræða það sérstaklega á fundi norrænna ráðherra sem fram færi á næstunni. Telur hann yfirvöld hér á landi þurfi að beina sjónum sínum að netöryggismálum. „Ég ligg ekkert á þeirri skoðun minni að mér finnst við ekki vera nógu vakandi þegar kemur að þeim málaflokki,“ sagði Guðlaugur Þór sem var sammála Smára að um þjóðaröryggismál væri að ræða. Enginn hafi hins vegar komið til hans frá Bandaríkjunum eða öðrum ríkjum til að fá leyfi ráðherra til að njósna um Íslendinga. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Smári óskað eftir því að málið verði tekið fyrir á vettvangi utanríkismálanefndar þingsins, óskað verði eftir upplýsingum um málið frá utanríkisráðuneytinu, auk þess að krafist verði skýringa frá dönskum stjórnvöldum, mögulega bandarískum. Alþingi Bandaríkin Danmörk Tölvuárásir Utanríkismál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir að njósnamál sem kom upp nýverið í Danmörku tengist Íslendingum beint. Utanríkisráðherra telur að stjórnvöld hér á landi hafi ekki verið nógu vakandi í netöryggismálum. Smári hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd þingsins taki njósnamálið danska fyrir og að nefndin krefjist skýringa frá dönskum yfirvöldum. Á þingi í dag vakti Smári athygli á njósnahneyksli sem skekið hefur danska stjórnkerfið að undanförnu eftir að upp komst að leyniþjónusta danska hersins veitti Þjóðaröryggistofnun Bandaríkjanna (NSA) aðgang að ljósleiðurum, sem gerði NSA meðal annars kleift að fylgjast með símtölum, sms skilaboðum og tölvupósti sem fóru um ljósleiðarann, nær öllum rafrænum sendingum dönsku þjóðarinnar. „Þetta eru óþægilegar fréttir fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að þetta snertir Íslendinga með beinum hætti. Öll fjarskipti Íslendinga fara í gegnum þrjá sæstrengi sem allir liggja í gegnum danskt yfirráðasvæði. Allir tölvupóstarnir, öll skjölin, allir fjarfundirnir, öll okkar fjarskipti fara í gegnum þessa sæstrengi,“ sagði Smári McCarthy í óundirburnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.vísir/vilhelm Þar beindi hann þeirri spurningu að Guðlaugi Þór Þórðarssyni, hvort að hann hefði rætt málið við norræna kollega sína, hvort að bandarísk yfirvöld hafi farið fram á það með beinum hætti að njósna hér á landi og hvort ráðherra hafi leitast eftir upplýsingum um málið. Vill að utanríkismálanefnd taki málið fyrir Í svari ráðherra kom fram að hann teldi málið alvarlegt og til stæði að ræða það sérstaklega á fundi norrænna ráðherra sem fram færi á næstunni. Telur hann yfirvöld hér á landi þurfi að beina sjónum sínum að netöryggismálum. „Ég ligg ekkert á þeirri skoðun minni að mér finnst við ekki vera nógu vakandi þegar kemur að þeim málaflokki,“ sagði Guðlaugur Þór sem var sammála Smára að um þjóðaröryggismál væri að ræða. Enginn hafi hins vegar komið til hans frá Bandaríkjunum eða öðrum ríkjum til að fá leyfi ráðherra til að njósna um Íslendinga. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Smári óskað eftir því að málið verði tekið fyrir á vettvangi utanríkismálanefndar þingsins, óskað verði eftir upplýsingum um málið frá utanríkisráðuneytinu, auk þess að krafist verði skýringa frá dönskum stjórnvöldum, mögulega bandarískum.
Alþingi Bandaríkin Danmörk Tölvuárásir Utanríkismál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira