Setti óstaðfest heimsmet í sandspyrnu Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2020 16:49 Kristján vígalegur á sínum magnaða bíl. Þessi mynd er tekin árið 2016 en þá er bíllinn, sem kallaður er Legó vegna áhrifa sona Kristjáns, nýsmíðaður. Mammadreki Photography - Motorsport and Music Það var ekki lítið upptakið sem Kristján Hafliðason náði á bíl sinn, sem kallaður er Legóbíllinn, um síðustu helgi. Hann sló heimsmet og fór hundrað metrana á 2,88 sekúndum. Í Sandspyrnu sem haldið var í Kapelluhrauni í Hafnarfirði þar sem Kvartmíluklúbburinn hefur aðstöðu. „Já, en þetta er ekki staðfest. Þetta er ekki bakkað upp,“ segir Kristján og blaðamaður Vísis lætur eins og hann skilji hvað ökuþórinn er að tala um. „Það þarf aðkeyra einu prósenti frá. En það er rétt. Ég fór eina ferð niður fyrir svokallað heimsmet. Og náði 196 km hraða.“ Kristján náði 196 km/klst hraða innan hundrað metranna. Ótrúlegur kraftur í þessu tæki.Mammadreki Photography - Motorsport and Music Kristján er bifvélavirki, starfar í Straumsvík en alin upp við bílasportið. Faðir hans er Hafliði Guðjónsson, sem hefur keppt í bílaíþróttum í þrjátíu ár. Þeir feðgar eru saman í þessu. Á þeirra heimili er talaðu um bíla, ekki bolta. „Ég þarf að gera betur. Eftir hálfan mánuð, á Akureyri. Þá ætlum við að gera þetta aftur. Bakka þetta upp og fá þetta skráð,“ segir Kristján. Um er að ræða flokk í sandspyrnunni sem kallast Front Engine Dragster sem eru þá farartæki hvar vélin er fyrir framan ökumanninn. Bíllinn sem Kristján keyrir er svakalegt tæki, en þeir feðgar smíðuðu hann frá grunni árið 2015. Synir Kristjáns fengu að hafa sitt um það að segja hvernig tryllitæki föður þeirra lítur út. Kristján segir að hann hafi ekki fengið nafn formlega en hann sé stundum kallaður Legóbíllinn. Þegar hann var smíðaður voru tveir ungir synir hans viðloðandi og fengu að hafa sitt að segja um útlit hans; ofurhetjur skreyta hann svo sem Hulk. Miðinn sem segir til um þennan ótrúlega tíma, sem er heimsmet, óstaðfest, en það verður slegið eftir hálfan mánuð. Á Akureyri. „Já, þeir réðu þessu. 2015 lögðum við gamla bílnum og síðan hef ég keppt á þessum. Með ágætum árangri,“ segir Kristján. Og það má með sanni segja. Hann var Íslandsmeistari í sandspyrnu 2016 og 2017. Og um tíma átti hann Íslandsmetið sem var 3,12 sek. Gömul kempa, Valur Víðisson, hafði það af honum og á nú standandi Íslandsmet sem er 3,06 sek. Kristján lofar því að það fjúki eftir hálfan mánuð. Fyrir norðan þegar keppt verður þar. Bílar Íþróttir Hafnarfjörður Akstursíþróttir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Það var ekki lítið upptakið sem Kristján Hafliðason náði á bíl sinn, sem kallaður er Legóbíllinn, um síðustu helgi. Hann sló heimsmet og fór hundrað metrana á 2,88 sekúndum. Í Sandspyrnu sem haldið var í Kapelluhrauni í Hafnarfirði þar sem Kvartmíluklúbburinn hefur aðstöðu. „Já, en þetta er ekki staðfest. Þetta er ekki bakkað upp,“ segir Kristján og blaðamaður Vísis lætur eins og hann skilji hvað ökuþórinn er að tala um. „Það þarf aðkeyra einu prósenti frá. En það er rétt. Ég fór eina ferð niður fyrir svokallað heimsmet. Og náði 196 km hraða.“ Kristján náði 196 km/klst hraða innan hundrað metranna. Ótrúlegur kraftur í þessu tæki.Mammadreki Photography - Motorsport and Music Kristján er bifvélavirki, starfar í Straumsvík en alin upp við bílasportið. Faðir hans er Hafliði Guðjónsson, sem hefur keppt í bílaíþróttum í þrjátíu ár. Þeir feðgar eru saman í þessu. Á þeirra heimili er talaðu um bíla, ekki bolta. „Ég þarf að gera betur. Eftir hálfan mánuð, á Akureyri. Þá ætlum við að gera þetta aftur. Bakka þetta upp og fá þetta skráð,“ segir Kristján. Um er að ræða flokk í sandspyrnunni sem kallast Front Engine Dragster sem eru þá farartæki hvar vélin er fyrir framan ökumanninn. Bíllinn sem Kristján keyrir er svakalegt tæki, en þeir feðgar smíðuðu hann frá grunni árið 2015. Synir Kristjáns fengu að hafa sitt um það að segja hvernig tryllitæki föður þeirra lítur út. Kristján segir að hann hafi ekki fengið nafn formlega en hann sé stundum kallaður Legóbíllinn. Þegar hann var smíðaður voru tveir ungir synir hans viðloðandi og fengu að hafa sitt að segja um útlit hans; ofurhetjur skreyta hann svo sem Hulk. Miðinn sem segir til um þennan ótrúlega tíma, sem er heimsmet, óstaðfest, en það verður slegið eftir hálfan mánuð. Á Akureyri. „Já, þeir réðu þessu. 2015 lögðum við gamla bílnum og síðan hef ég keppt á þessum. Með ágætum árangri,“ segir Kristján. Og það má með sanni segja. Hann var Íslandsmeistari í sandspyrnu 2016 og 2017. Og um tíma átti hann Íslandsmetið sem var 3,12 sek. Gömul kempa, Valur Víðisson, hafði það af honum og á nú standandi Íslandsmet sem er 3,06 sek. Kristján lofar því að það fjúki eftir hálfan mánuð. Fyrir norðan þegar keppt verður þar.
Bílar Íþróttir Hafnarfjörður Akstursíþróttir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira