Innlent

Bene­dikt nýr for­seti Hæsta­réttar

Atli Ísleifsson skrifar
Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir.
Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir. Hæstiréttur

Benedikt Bogason tók í dag við embætti forseta Hæstaréttar af Þorgeiri Örlygssyni sem gegnt hefur embættinu frá 1. janúar 2017.

Ingveldur Einarsdóttir tekur við embætti varaforseta réttarins af Benedikt sem gegnt hefur því embætti frá 1. maí 2020. Kjörtímabil þeirra Benedikts og Ingveldar er til ársloka 2021.

Hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson og Greta Baldursdóttir létu af störfum í gær en þau voru bæði skipuð dómarar við Hæstarétt 1. september 2011.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×