Hundruð manna bjóða náunganum aðstoð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2020 13:09 Sara Lind fagnar hversu margir eru tilbúnir að aðstoða aðra á tímum sem þessum. Fyrir tæpum tveimur sólarhringum stofnaði Sara Lind Annþórsdóttir Facebook-síðuna Hjálpum fólki í áhættuhópi og á þeim stutta tíma hefur á áttunda hundrað manns boðið fram aðstoð sína. Fólk er einfaldlega að bjóðast til að fara í búð eða útrétta fyrir þá sem þurfa að halda sig heima vegna kórónuveirunnar, hvort sem það er í sóttkví eða vegna undirliggjandi sjúkdóma. „Ég stofnaði síðuna af því að ég hef verið að hjálpa fólki í kringum mig að fara í búð, það eru nokkrir í fjölskyldunni með lungnasjúkdóma, og svo sá ég á netinu að það voru fleiri sem þurftu aðstoð og þá datt mér í hug að fleiri gætu hjálpað,“ segir Sara Lind. Fólk víðs vegar um landið hefur boðið fram aðstoð, setur inn færslu um hvar það er statt og býður fólki að hafa samband. „Þeir sem þurfa á aðstoð að halda senda svo skilaboð á viðkomandi og biðja um aðstoð,“ segir Sara Lind. Hún bendir á að það sé fólk á öllum aldri sem þarf á aðstoð að halda og vilja jafnvel ekki að sínir nánustu séu að fara í búðir til að minnka áhættu á smiti. Einnig vill hún benda á að ef fólk er í neyð, eigi ekki fyrir mat eða annað þá megi endilega koma fram með beiðni um aðstoð um slíkt. Símavinir rjúfa einangrun Sá hópur sem er ekki mjög virkur á Facebook eru helst aldraðir en það er hópur sem einmitt getur þurft á aðstoð að halda. Brynhildur Bolladóttir hjá Rauða krossinum segir samtökin huga aðallega að mögulegri einangrun fólks og hvetur alla til að skrá sig í verkefni sem heitir Heimsóknarvinir. „Við höfum breytt heimsóknarvinum í símavini og hvetjum bæði sjálfboðaliða og þá sem vilja fá símtal að hafa samband og skrá sig,“ segir Brynhildur og hvetur um leið almenning til að líta til nærumhverfisins og heyra í fólkinu í kringum sig, hvort sem það eru ættingjar eða nágrannar sem búa einir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skert hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Sjá meira
Fyrir tæpum tveimur sólarhringum stofnaði Sara Lind Annþórsdóttir Facebook-síðuna Hjálpum fólki í áhættuhópi og á þeim stutta tíma hefur á áttunda hundrað manns boðið fram aðstoð sína. Fólk er einfaldlega að bjóðast til að fara í búð eða útrétta fyrir þá sem þurfa að halda sig heima vegna kórónuveirunnar, hvort sem það er í sóttkví eða vegna undirliggjandi sjúkdóma. „Ég stofnaði síðuna af því að ég hef verið að hjálpa fólki í kringum mig að fara í búð, það eru nokkrir í fjölskyldunni með lungnasjúkdóma, og svo sá ég á netinu að það voru fleiri sem þurftu aðstoð og þá datt mér í hug að fleiri gætu hjálpað,“ segir Sara Lind. Fólk víðs vegar um landið hefur boðið fram aðstoð, setur inn færslu um hvar það er statt og býður fólki að hafa samband. „Þeir sem þurfa á aðstoð að halda senda svo skilaboð á viðkomandi og biðja um aðstoð,“ segir Sara Lind. Hún bendir á að það sé fólk á öllum aldri sem þarf á aðstoð að halda og vilja jafnvel ekki að sínir nánustu séu að fara í búðir til að minnka áhættu á smiti. Einnig vill hún benda á að ef fólk er í neyð, eigi ekki fyrir mat eða annað þá megi endilega koma fram með beiðni um aðstoð um slíkt. Símavinir rjúfa einangrun Sá hópur sem er ekki mjög virkur á Facebook eru helst aldraðir en það er hópur sem einmitt getur þurft á aðstoð að halda. Brynhildur Bolladóttir hjá Rauða krossinum segir samtökin huga aðallega að mögulegri einangrun fólks og hvetur alla til að skrá sig í verkefni sem heitir Heimsóknarvinir. „Við höfum breytt heimsóknarvinum í símavini og hvetjum bæði sjálfboðaliða og þá sem vilja fá símtal að hafa samband og skrá sig,“ segir Brynhildur og hvetur um leið almenning til að líta til nærumhverfisins og heyra í fólkinu í kringum sig, hvort sem það eru ættingjar eða nágrannar sem búa einir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skert hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Sjá meira