Hundruð manna bjóða náunganum aðstoð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2020 13:09 Sara Lind fagnar hversu margir eru tilbúnir að aðstoða aðra á tímum sem þessum. Fyrir tæpum tveimur sólarhringum stofnaði Sara Lind Annþórsdóttir Facebook-síðuna Hjálpum fólki í áhættuhópi og á þeim stutta tíma hefur á áttunda hundrað manns boðið fram aðstoð sína. Fólk er einfaldlega að bjóðast til að fara í búð eða útrétta fyrir þá sem þurfa að halda sig heima vegna kórónuveirunnar, hvort sem það er í sóttkví eða vegna undirliggjandi sjúkdóma. „Ég stofnaði síðuna af því að ég hef verið að hjálpa fólki í kringum mig að fara í búð, það eru nokkrir í fjölskyldunni með lungnasjúkdóma, og svo sá ég á netinu að það voru fleiri sem þurftu aðstoð og þá datt mér í hug að fleiri gætu hjálpað,“ segir Sara Lind. Fólk víðs vegar um landið hefur boðið fram aðstoð, setur inn færslu um hvar það er statt og býður fólki að hafa samband. „Þeir sem þurfa á aðstoð að halda senda svo skilaboð á viðkomandi og biðja um aðstoð,“ segir Sara Lind. Hún bendir á að það sé fólk á öllum aldri sem þarf á aðstoð að halda og vilja jafnvel ekki að sínir nánustu séu að fara í búðir til að minnka áhættu á smiti. Einnig vill hún benda á að ef fólk er í neyð, eigi ekki fyrir mat eða annað þá megi endilega koma fram með beiðni um aðstoð um slíkt. Símavinir rjúfa einangrun Sá hópur sem er ekki mjög virkur á Facebook eru helst aldraðir en það er hópur sem einmitt getur þurft á aðstoð að halda. Brynhildur Bolladóttir hjá Rauða krossinum segir samtökin huga aðallega að mögulegri einangrun fólks og hvetur alla til að skrá sig í verkefni sem heitir Heimsóknarvinir. „Við höfum breytt heimsóknarvinum í símavini og hvetjum bæði sjálfboðaliða og þá sem vilja fá símtal að hafa samband og skrá sig,“ segir Brynhildur og hvetur um leið almenning til að líta til nærumhverfisins og heyra í fólkinu í kringum sig, hvort sem það eru ættingjar eða nágrannar sem búa einir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Fyrir tæpum tveimur sólarhringum stofnaði Sara Lind Annþórsdóttir Facebook-síðuna Hjálpum fólki í áhættuhópi og á þeim stutta tíma hefur á áttunda hundrað manns boðið fram aðstoð sína. Fólk er einfaldlega að bjóðast til að fara í búð eða útrétta fyrir þá sem þurfa að halda sig heima vegna kórónuveirunnar, hvort sem það er í sóttkví eða vegna undirliggjandi sjúkdóma. „Ég stofnaði síðuna af því að ég hef verið að hjálpa fólki í kringum mig að fara í búð, það eru nokkrir í fjölskyldunni með lungnasjúkdóma, og svo sá ég á netinu að það voru fleiri sem þurftu aðstoð og þá datt mér í hug að fleiri gætu hjálpað,“ segir Sara Lind. Fólk víðs vegar um landið hefur boðið fram aðstoð, setur inn færslu um hvar það er statt og býður fólki að hafa samband. „Þeir sem þurfa á aðstoð að halda senda svo skilaboð á viðkomandi og biðja um aðstoð,“ segir Sara Lind. Hún bendir á að það sé fólk á öllum aldri sem þarf á aðstoð að halda og vilja jafnvel ekki að sínir nánustu séu að fara í búðir til að minnka áhættu á smiti. Einnig vill hún benda á að ef fólk er í neyð, eigi ekki fyrir mat eða annað þá megi endilega koma fram með beiðni um aðstoð um slíkt. Símavinir rjúfa einangrun Sá hópur sem er ekki mjög virkur á Facebook eru helst aldraðir en það er hópur sem einmitt getur þurft á aðstoð að halda. Brynhildur Bolladóttir hjá Rauða krossinum segir samtökin huga aðallega að mögulegri einangrun fólks og hvetur alla til að skrá sig í verkefni sem heitir Heimsóknarvinir. „Við höfum breytt heimsóknarvinum í símavini og hvetjum bæði sjálfboðaliða og þá sem vilja fá símtal að hafa samband og skrá sig,“ segir Brynhildur og hvetur um leið almenning til að líta til nærumhverfisins og heyra í fólkinu í kringum sig, hvort sem það eru ættingjar eða nágrannar sem búa einir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira