Innlent

For­seta­slagur fram­undan hjá Ungum Jafnaðar­mönnum

Atli Ísleifsson skrifar
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson og Ragna Sigurðardóttir vilja bæði taka við formennsku í samtökum ungra Jafnaðarmanna.
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson og Ragna Sigurðardóttir vilja bæði taka við formennsku í samtökum ungra Jafnaðarmanna.

Forsetaslagur er framundan innan Ungra Jafnaðarmanna en Ragna Sigurðardóttir og Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson hafa bæði tilkynnt um framboð. Landsþing Ungra Jafnaðarmanna fer fram í Reykjavík næstkomandi laugardag.

Í tilkynningu frá Rögnu segir að hún hafi tekið virkan þátt í starfi Samfylkingarinnar undanfarin ár, meðal annars sem kosningastýra Samfylkingarinnar í Reykjavík í kosningum til borgarstjórnar 2018, og síðan sem varaborgarfulltrúi samhliða læknanámi. Hún starfar nú sem borgarfulltrúi í Reykjavík, auk þess að sitja í stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. 

Áður hafði hún gegnt formennsku í Röskvu, samtökum félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands, og verið formaður Stúdentaráðs.

Í tilkynningu frá Óskari Steini segir að hann sé 26 ára gamall Hafnfirðingur sem starfi nú sem leiðbeinandi í leikskóla. Hann hafi verið virkur í starfi Ungra jafnaðarmanna og Samfylkingarinnar frá því árið 2013 og undanfarin tvö ár gegnt embætti varaforseta hreyfingarinnar.

Nikólína Hildur Sveinsdóttir er núverandi formaður Ungra Jafnaðarmanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×