Segir ekki rétt að enginn hafi greinst við seinni skimun Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 30. ágúst 2020 12:19 Kári segir ekki rétt að enginn hafi greinst með kórónuveiruna við seinni landamæraskimun. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson segir ekki rétt að enginn hafi greinst við seinni skimun eftir komuna til landsins. Þrír hafi greinst með veiruna í seinni skimun. Hann telur að ef seinni skimun verði hætt komi mánaðarlega upp ný bylgja smita. Frá 19. ágúst hafa ríflega sautján þúsund sýni verið tekin og þar af hafa sautján greinst með veiruna strax við komuna til landsins. Í gær greindi Ríkisútvarpið frá því að á þeim tíu dögum frá því að farið var að skima alla komufarþega tvisvar með fimm daga sóttkví á milli, hafi enginn greinst með veiruna í seinni skimun. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir þetta ekki rétt. Þrír hafi greinst við seinni skimun. „Það er eitthvað bogið við fréttina. Í fyrsta lagi þá eru tíu dagar síðan nýja fyrirkomulagið var sett í gang. Það þýðir að það er búið að skima seinni skimun eingöngu þá sem komu fyrstu fimm dagana, vegna þess að þeir verða að vera í landinu fimm daga áður en þeir eru skimaðir. Þannig það á eftir að skima seinni skimun úr helming þeirra sem komu, eða þeim sem komu á helming þessa tíma,“ segir Kári og bætir við að af þeim sem hafi farið í seinni skimun hafi þrír reynst jákvæðir. Í frétt ríkisútvarpsins kemur fram að sóttvarnarráðstafanir á landamærum verði endurmetnar eftir helgi. „Það er sífellt verið að endurskoða það sem er gert, og það er alveg sjálfsagt. En það endurskoðar enginn eftir helgina í ljósi þessarar fréttar,“ segir Kári. Kári telur seinni skimun nauðsynlega. „Við erum búin að vera með seinni skimun í gangi töluvert lengi fyrir íbúa Íslands og þegar við vorum búin að skima átta þúsund þeirra þá vorum við búin að finna tvo einstaklinga sem voru mjög jákvæðir, með mikið magn af veiru, og hvor þeirra fyrir sig hefði getað komið af stað svipaðri bylgju og við erum búin að sjá upp á síðkastið.“ Reynslan hafi sýnt að aðeins einn sýktur einstaklingur sem kemur til landsins geti komið af stað bylgju. „Þannig ég held að valið liggi svolítið á milli þess að hafa seinni skimun og geta haldið atvinnuvegum innanlands gangandi, geta komið börnum í skóla, geta lifað tiltölulega eðlilegu menningarlífi annars vegar , eða sleppa svona seinni skimun og búa bara við afleiðingar þess. Það lítur út fyrir að það yrði svona mánaðarviss bylgja af þessari gerð.“ Kamilla Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði í samtali við fréttastofu að það sé of snemmt að segja til um árangur seinni skimunar. Hún staðfesti jafnframt að tvö smit hefðu greinst við seinni skimun á landamærum frá 19. ágúst, en ekki þrjú líkt og Kári hefur sagt. Kamilla Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis.Mynd/Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Kári Stefánsson segir ekki rétt að enginn hafi greinst við seinni skimun eftir komuna til landsins. Þrír hafi greinst með veiruna í seinni skimun. Hann telur að ef seinni skimun verði hætt komi mánaðarlega upp ný bylgja smita. Frá 19. ágúst hafa ríflega sautján þúsund sýni verið tekin og þar af hafa sautján greinst með veiruna strax við komuna til landsins. Í gær greindi Ríkisútvarpið frá því að á þeim tíu dögum frá því að farið var að skima alla komufarþega tvisvar með fimm daga sóttkví á milli, hafi enginn greinst með veiruna í seinni skimun. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir þetta ekki rétt. Þrír hafi greinst við seinni skimun. „Það er eitthvað bogið við fréttina. Í fyrsta lagi þá eru tíu dagar síðan nýja fyrirkomulagið var sett í gang. Það þýðir að það er búið að skima seinni skimun eingöngu þá sem komu fyrstu fimm dagana, vegna þess að þeir verða að vera í landinu fimm daga áður en þeir eru skimaðir. Þannig það á eftir að skima seinni skimun úr helming þeirra sem komu, eða þeim sem komu á helming þessa tíma,“ segir Kári og bætir við að af þeim sem hafi farið í seinni skimun hafi þrír reynst jákvæðir. Í frétt ríkisútvarpsins kemur fram að sóttvarnarráðstafanir á landamærum verði endurmetnar eftir helgi. „Það er sífellt verið að endurskoða það sem er gert, og það er alveg sjálfsagt. En það endurskoðar enginn eftir helgina í ljósi þessarar fréttar,“ segir Kári. Kári telur seinni skimun nauðsynlega. „Við erum búin að vera með seinni skimun í gangi töluvert lengi fyrir íbúa Íslands og þegar við vorum búin að skima átta þúsund þeirra þá vorum við búin að finna tvo einstaklinga sem voru mjög jákvæðir, með mikið magn af veiru, og hvor þeirra fyrir sig hefði getað komið af stað svipaðri bylgju og við erum búin að sjá upp á síðkastið.“ Reynslan hafi sýnt að aðeins einn sýktur einstaklingur sem kemur til landsins geti komið af stað bylgju. „Þannig ég held að valið liggi svolítið á milli þess að hafa seinni skimun og geta haldið atvinnuvegum innanlands gangandi, geta komið börnum í skóla, geta lifað tiltölulega eðlilegu menningarlífi annars vegar , eða sleppa svona seinni skimun og búa bara við afleiðingar þess. Það lítur út fyrir að það yrði svona mánaðarviss bylgja af þessari gerð.“ Kamilla Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði í samtali við fréttastofu að það sé of snemmt að segja til um árangur seinni skimunar. Hún staðfesti jafnframt að tvö smit hefðu greinst við seinni skimun á landamærum frá 19. ágúst, en ekki þrjú líkt og Kári hefur sagt. Kamilla Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis.Mynd/Lögreglan
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira