Svavar Knútur, Ásgeir og Brek taka þátt í Global Music Match Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 13:00 Verkefnið miðar að því að kynna tónlistarfólk og efla tengslanet þeirra á alþjóðavísu. Aðsendar myndir Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, tekur þátt nýju alþjóðalegu verkefni sem miðar að því að kynna tónlistarfólk og efla tengslanet þeirra á alþjóðavísu. Verkefnið nefnist Global Music Match en 96 tónlistamenn frá 14 löndum taka þátt, þar af eru þrír fulltrúar frá Íslandi. Þetta er talið vera eitt stærsta tengslamyndunarverkefni í tónlistargeiranum sem fer einungis fram á netinu. „Stofnendur Global Music Match eru Sounds Australia, Showcase Scotland Expo og Canada East Coast Music Association. Samstarfsaðilar verkefnisins eru 11 útflutningsskrifstofur og tónlistarhátíðir víðsvegar að úr heiminum. Markmið verkefnisins er að kynna tónlistarfólk á alþjóðavísu og gefa þeim tækifæri til að stækka fylgjendahópinn sinn og mynda tengslanet á þessum krefjandi tímum heimsfaraldurisins,“ segir í tilkynningu frá ÚTÓN. „Samfélagsmiðlar og tengslanet tónlistarfólksins sem tekur þátt eru nýttir til fulls en í hverri viku mun tónlistarfólk frá hverju landi kynna annað tónlistarfólk frá öðru landi fyrir fylgjendum sínum. Tónlistarfólkið fær þá tækifæri til að fá tónlist sína kynnta fyrir alþjóðalegum áhorfendum og byggja þar með upp fylgjendahóp sinn. Að þessu sinni er áherslan lögð á þjóðlaga- og alþýðutónlist en stefnt er að því að færa út kvíarnar yfir í aðrar tónlistarstefnur þegar fram líða stundir.“ Þeir sem taka þátt frá Íslandi eru Ásgeir Ásgeirsson, hljómsveitin Brek og Svavar Knútur. Ásgeir Ásgeirsson er gítarleikari sem á langan feril að baki, hann hefur gefið út fimm þjóðlagaplötur og síðasta platan hans sem kom út á árinu heitir Persian Path og er með íslenskum þjóðlögum sem tekin voru upp með hljóðfæraleikurum frá Íran. Hljómsveitin Brek var stofnuð 2018 með þá áherslu að tvinna saman hina mismunandi stíla þjóðlaga- og dægurtónlistar. Brek skipa Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa, Harpa Þorvaldsdóttir syngur og leikur á píanó, Guðmundur Atli Pétursson leikur á mandólín og Jóhann Ingi Benediktsson leikur á gítar og syngur. Svavar Knútur hefur ferðast vítt og breitt um landið sem og heiminn og sagt sögur í gegnum tónlist. Hann hefur verið vinsæll í áraraðir og hefur gefið út fimm plötur á ferli sínum. „Verkefnið er einstakt á þann hátt að það er ákveðið svar við þeim takmörkunum sem lagðar eru á tónlistariðnaðinn á tímum COVID-19. Eins og kemur fram í skýrslu um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað hefur allt tónleikahald í hefðbundinni mynd, sér í lagi erlendis, að mestu leyti lagst niður. Þetta er öðruvísi tækifæri til útflutnings á tónlist heldur en áður hefur verið og sýnir að á krefjandi tímum geta ný tækifæri myndast,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hjálpa tónlistarfólki að móta ferilinn og læra meira um bransann Á dögunum opnaði Tónatal, fyrsta alhliða upplýsingaveita tónlistariðnaðarins á Íslandi. Vefsíðan er full af gagnlegu og skemmtilegu efni tengt tónlist. Sem hluti af þessu hefur farið af stað hlaðvarpið Bransakjaftæði. 19. ágúst 2020 15:44 Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað kom út á dögunum. 8. júlí 2020 12:21 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, tekur þátt nýju alþjóðalegu verkefni sem miðar að því að kynna tónlistarfólk og efla tengslanet þeirra á alþjóðavísu. Verkefnið nefnist Global Music Match en 96 tónlistamenn frá 14 löndum taka þátt, þar af eru þrír fulltrúar frá Íslandi. Þetta er talið vera eitt stærsta tengslamyndunarverkefni í tónlistargeiranum sem fer einungis fram á netinu. „Stofnendur Global Music Match eru Sounds Australia, Showcase Scotland Expo og Canada East Coast Music Association. Samstarfsaðilar verkefnisins eru 11 útflutningsskrifstofur og tónlistarhátíðir víðsvegar að úr heiminum. Markmið verkefnisins er að kynna tónlistarfólk á alþjóðavísu og gefa þeim tækifæri til að stækka fylgjendahópinn sinn og mynda tengslanet á þessum krefjandi tímum heimsfaraldurisins,“ segir í tilkynningu frá ÚTÓN. „Samfélagsmiðlar og tengslanet tónlistarfólksins sem tekur þátt eru nýttir til fulls en í hverri viku mun tónlistarfólk frá hverju landi kynna annað tónlistarfólk frá öðru landi fyrir fylgjendum sínum. Tónlistarfólkið fær þá tækifæri til að fá tónlist sína kynnta fyrir alþjóðalegum áhorfendum og byggja þar með upp fylgjendahóp sinn. Að þessu sinni er áherslan lögð á þjóðlaga- og alþýðutónlist en stefnt er að því að færa út kvíarnar yfir í aðrar tónlistarstefnur þegar fram líða stundir.“ Þeir sem taka þátt frá Íslandi eru Ásgeir Ásgeirsson, hljómsveitin Brek og Svavar Knútur. Ásgeir Ásgeirsson er gítarleikari sem á langan feril að baki, hann hefur gefið út fimm þjóðlagaplötur og síðasta platan hans sem kom út á árinu heitir Persian Path og er með íslenskum þjóðlögum sem tekin voru upp með hljóðfæraleikurum frá Íran. Hljómsveitin Brek var stofnuð 2018 með þá áherslu að tvinna saman hina mismunandi stíla þjóðlaga- og dægurtónlistar. Brek skipa Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa, Harpa Þorvaldsdóttir syngur og leikur á píanó, Guðmundur Atli Pétursson leikur á mandólín og Jóhann Ingi Benediktsson leikur á gítar og syngur. Svavar Knútur hefur ferðast vítt og breitt um landið sem og heiminn og sagt sögur í gegnum tónlist. Hann hefur verið vinsæll í áraraðir og hefur gefið út fimm plötur á ferli sínum. „Verkefnið er einstakt á þann hátt að það er ákveðið svar við þeim takmörkunum sem lagðar eru á tónlistariðnaðinn á tímum COVID-19. Eins og kemur fram í skýrslu um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað hefur allt tónleikahald í hefðbundinni mynd, sér í lagi erlendis, að mestu leyti lagst niður. Þetta er öðruvísi tækifæri til útflutnings á tónlist heldur en áður hefur verið og sýnir að á krefjandi tímum geta ný tækifæri myndast,“ segir enn fremur í tilkynningunni.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hjálpa tónlistarfólki að móta ferilinn og læra meira um bransann Á dögunum opnaði Tónatal, fyrsta alhliða upplýsingaveita tónlistariðnaðarins á Íslandi. Vefsíðan er full af gagnlegu og skemmtilegu efni tengt tónlist. Sem hluti af þessu hefur farið af stað hlaðvarpið Bransakjaftæði. 19. ágúst 2020 15:44 Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað kom út á dögunum. 8. júlí 2020 12:21 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Hjálpa tónlistarfólki að móta ferilinn og læra meira um bransann Á dögunum opnaði Tónatal, fyrsta alhliða upplýsingaveita tónlistariðnaðarins á Íslandi. Vefsíðan er full af gagnlegu og skemmtilegu efni tengt tónlist. Sem hluti af þessu hefur farið af stað hlaðvarpið Bransakjaftæði. 19. ágúst 2020 15:44
Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað kom út á dögunum. 8. júlí 2020 12:21
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”