Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Fréttatímann má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.

Tveir starfsmenn þriggja skóla og einn starfsmaður Hins hússins á höfuðborgarsvæðinu virðast allir hafa smitast af kórónuveirunni í hópsýkingu á Hótel Rangá. Á sjötta hundrað nemenda komast ekki í skóla eða frístund vegna þess. Sýkingin er rakin til Akraness.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum biðlar til fyrirtækja og einstaklinga að viðhafa ítrustu sóttvarnir nú þegar allir eru að koma til vinnu eftir sumarfrí. Einstaklingur á áttræðisaldri hefur verið lagður inn á spítala með Covid-19. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir Ísland hafa tapað trausti erlendra ferðaskrifstofa og flugfélaga. Þessi fyrirtæki skilji ekki forsendur hertra aðgerða á landamærum Íslands og muni ekki treysta því ef slakað verður á aðgerðum á ný. Fjallað verður nánar um málið.

Einnig verður rætt við sprengjusérfræðing lögreglunnar en karlmaður á sextugsaldri missti framan af handlegg í gærkvöldi eftir að hafa borið eld að tívolíbombu í Heiðmörk. Búið var að eiga við samskonar bombu sem fannst á vettvangi. Krafturinn úr slíkum flugeldum er svipaður og í handsprengju.

Einnig verður fjallað um mikla fjölgun smita í Suður-Kóreu og rætt við forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða um framgang smitrakningar á Ísafirði.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.