Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Stefán Ó. Jónsson og Andri Eysteinsson skrifa 23. ágúst 2020 19:50 Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. Rio Tinto nýtti sér uppsagnarákvæði í kjarasamningi sínum við starfsfólk í liðinni viku, en ákvæðið fól í sér að ef Rio Tinto næði ekki samkomulagi við Landsvirkjun um nýjan orkusamning væri heimilt að segja kjarasamningnum upp. Inn í þetta fléttast endurskoðun á starfseminni í Straumsvík, en ISAL segist hafa lokun álversins til skoðunar. Yfirtrúnaðarmaður starfsmanna í Straumsvík segir hins vegar að það ætti ekki að hafa áhrif við samningaborðið. „Það er bara fáránlegt. Þetta er svo lítil prósenta af heildarveltunni það eru allt aðrar stærðir sem valda því hvort verði tap eða gróði af rekstri álversins en launin okkar,“ segir Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður há ÍSAL Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður hjá ISAL.Stöð 2 Hann segir erfitt að spá fyrir um gang viðræðna, síðasti kjarasamningur var undirritaður í vor og því aðeins nokkurra mánaða gamall þegar Rio Tinto sagði honum upp. „Þeir senda fólk á samningafundinn sem hefur ekkert umboð til að semja. Þannig að þeta fer allt í gegnum einhverja aðila erlendis og mjög erfitt að spá fyrir um hvernig það gengur og mjög furðulegt að þeir skyldu ekki efna samninginn og leyfa honum að klárast,“ segir Reinhold. Hann hafi byggt á lífskjarasamningnum. Starfsmenn hafi fengið eina launahækkun af fjórum áður en samningum var sagt upp. Þeir þurfi þannig m.a. að sækja launahækkunina sem þeir hefðu átt að 1. júní en barst aldrei. „Það eru sem sagt 73.000 krónur eftir af þeim launahækkunum sem að lífskjarasamningurinn hefur gefið á almenna markaðnum.“ Upplifið þið það þannig að verið sé að nýta ykkar kjaradeilu í viðræðunum við Landsvirkjun? „Algjörlega. En við erum ekkert hrædd við þessar hótanir þeirra um lokanir því við erum ekki þúfan sem veltir þessu álveri. Það er ekki þannig,“ svarar Reinhold. Fulltrúar ISAL báðust undan viðtali en sögðust ekki geta tjáð sig um innihald og skilmála raforkusamningsins við Landsvirkjun þar sem þau séu bundin trúnaði. Kjaradeilan er því komin inn á borð ríkissáttasemjara, sem hefur boðað til fundar í deilunni á miðvikudag. Fulltrúar fimm stéttarfélaga og atvinnurekenda munu sitja fundinn, en í ljósi þess að embætti ríkissáttasemjara getur ekki uppfyllt tveggja metra regluna í þeim mannfjölda fer fundurinn fram á Stórhöfða en ekki Karphúsinu við Borgartún. Hafnarfjörður Vinnumarkaður Kjaramál Orkumál Stóriðja Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. Rio Tinto nýtti sér uppsagnarákvæði í kjarasamningi sínum við starfsfólk í liðinni viku, en ákvæðið fól í sér að ef Rio Tinto næði ekki samkomulagi við Landsvirkjun um nýjan orkusamning væri heimilt að segja kjarasamningnum upp. Inn í þetta fléttast endurskoðun á starfseminni í Straumsvík, en ISAL segist hafa lokun álversins til skoðunar. Yfirtrúnaðarmaður starfsmanna í Straumsvík segir hins vegar að það ætti ekki að hafa áhrif við samningaborðið. „Það er bara fáránlegt. Þetta er svo lítil prósenta af heildarveltunni það eru allt aðrar stærðir sem valda því hvort verði tap eða gróði af rekstri álversins en launin okkar,“ segir Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður há ÍSAL Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður hjá ISAL.Stöð 2 Hann segir erfitt að spá fyrir um gang viðræðna, síðasti kjarasamningur var undirritaður í vor og því aðeins nokkurra mánaða gamall þegar Rio Tinto sagði honum upp. „Þeir senda fólk á samningafundinn sem hefur ekkert umboð til að semja. Þannig að þeta fer allt í gegnum einhverja aðila erlendis og mjög erfitt að spá fyrir um hvernig það gengur og mjög furðulegt að þeir skyldu ekki efna samninginn og leyfa honum að klárast,“ segir Reinhold. Hann hafi byggt á lífskjarasamningnum. Starfsmenn hafi fengið eina launahækkun af fjórum áður en samningum var sagt upp. Þeir þurfi þannig m.a. að sækja launahækkunina sem þeir hefðu átt að 1. júní en barst aldrei. „Það eru sem sagt 73.000 krónur eftir af þeim launahækkunum sem að lífskjarasamningurinn hefur gefið á almenna markaðnum.“ Upplifið þið það þannig að verið sé að nýta ykkar kjaradeilu í viðræðunum við Landsvirkjun? „Algjörlega. En við erum ekkert hrædd við þessar hótanir þeirra um lokanir því við erum ekki þúfan sem veltir þessu álveri. Það er ekki þannig,“ svarar Reinhold. Fulltrúar ISAL báðust undan viðtali en sögðust ekki geta tjáð sig um innihald og skilmála raforkusamningsins við Landsvirkjun þar sem þau séu bundin trúnaði. Kjaradeilan er því komin inn á borð ríkissáttasemjara, sem hefur boðað til fundar í deilunni á miðvikudag. Fulltrúar fimm stéttarfélaga og atvinnurekenda munu sitja fundinn, en í ljósi þess að embætti ríkissáttasemjara getur ekki uppfyllt tveggja metra regluna í þeim mannfjölda fer fundurinn fram á Stórhöfða en ekki Karphúsinu við Borgartún.
Hafnarfjörður Vinnumarkaður Kjaramál Orkumál Stóriðja Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira