Innlent

Þyrla Land­helgis­gæslunnar sótti veikt barn á há­lendið í nótt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þyrla Gæslunnar kemur á Landspítalann með sjúkling.
Þyrla Gæslunnar kemur á Landspítalann með sjúkling. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna veikinda ungs barns sem var uppi á hálendi í Hrunamannahreppi. Þyrlan hélt af stað rétt fyrir miðnætti og sótti barnið og var komin til Reykjavíkur rétt eftir klukkan eitt í nótt. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu.

Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli þar sem sjúkrabíll mætti henni sem flutti barnið á Barnaspítala Hringsins. Ekki liggur fyrir hvers kyns veikindin voru.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×