Telur líklegt að „gott bóluefni“ verði klárt í kringum áramót Andri Eysteinsson skrifar 21. ágúst 2020 20:30 Kári Stefánsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stöð 2 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist telja það líklegt að búið verði að setja saman „gott bóluefni“ undir lok árs 2020 eða í byrjun 2021. „Mér finnst ekki ólíklegt að með slíku bóluefni verði hægt að kveða þennan faraldur í kútinn fyrir lok næsta árs,“ sagði Kári í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er með ólíkindum hversu fljótt þessi bóluefni hafa verið sett saman. Þessi veira hefur ekki verið nema í rétta átta mánuði í mannheimum og við erum nú þegar komin með bóluefni sem verið er að reyna á mönnum,“ sagði Kári og sagði hraða þróunarinnar með ólíkindum. Svona lagað hafi áður tekið um fimm til sjö ár. Kári segir ljóst að lyfjaiðnaðurinn hafi snúið bökum saman og vinni nú af miklum krafti að því að búa til bæði lyf og bóluefni gegn kórónuveirunni. Lyfjaiðnaðurinn og stóru lyfjafyrirtækin hafi slæmt orðspor en séu búin að heita því að dreifa bóluefni um heiminn án þess að hafa af því arð. Þá sagði Kári að enn væri unnið að því að raðgreina hópsmitið sem greindist á Hótel Rangá og varð þess valdandi að Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur þarf að sæta sóttkví. „Einhvern tímann í eftirmiðdaginn heyrði ég stjórnarandstæðing halda því fram að fyrst að Bjarni Benediktsson sé kominn í sóttkví, þá séu líkur á því að ríkisfjármálin komist í lag,“ sagði Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist telja það líklegt að búið verði að setja saman „gott bóluefni“ undir lok árs 2020 eða í byrjun 2021. „Mér finnst ekki ólíklegt að með slíku bóluefni verði hægt að kveða þennan faraldur í kútinn fyrir lok næsta árs,“ sagði Kári í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er með ólíkindum hversu fljótt þessi bóluefni hafa verið sett saman. Þessi veira hefur ekki verið nema í rétta átta mánuði í mannheimum og við erum nú þegar komin með bóluefni sem verið er að reyna á mönnum,“ sagði Kári og sagði hraða þróunarinnar með ólíkindum. Svona lagað hafi áður tekið um fimm til sjö ár. Kári segir ljóst að lyfjaiðnaðurinn hafi snúið bökum saman og vinni nú af miklum krafti að því að búa til bæði lyf og bóluefni gegn kórónuveirunni. Lyfjaiðnaðurinn og stóru lyfjafyrirtækin hafi slæmt orðspor en séu búin að heita því að dreifa bóluefni um heiminn án þess að hafa af því arð. Þá sagði Kári að enn væri unnið að því að raðgreina hópsmitið sem greindist á Hótel Rangá og varð þess valdandi að Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur þarf að sæta sóttkví. „Einhvern tímann í eftirmiðdaginn heyrði ég stjórnarandstæðing halda því fram að fyrst að Bjarni Benediktsson sé kominn í sóttkví, þá séu líkur á því að ríkisfjármálin komist í lag,“ sagði Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira