Enski boltinn

For­seti Al­þjóða­heil­brigðis­stofnunarinnar hrósar Klopp

Ísak Hallmundarson skrifar
Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus
Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus vísir/getty
Tedros Adhanom Ghebreyesus, forseti Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, hefur hrósað Jurgen Klopp stjóra Liverpool fyrir skilaboð hans.

Klopp gaf út yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði mikilvægt að fólk standi saman á erfiðum tímum.

,,Fyrst og fremst þurfum við öll að vernda hvert annað. Í samfélaginu á ég við. Þetta ætti alltaf að gilda í lífinu en á tímum sem þessum er það meira en mikilvægt,“ sagði Klopp í bréfi til stuðningsmanna.

Hann sagði þá að fótbolti væri það mikilvægasta af ómikilvægustu hlutunum og að í dag skiptu fótboltaleikir engu máli.

,,Þegar þetta er val á milli fótbolta og velferðar samfélagsins, er það í raun ekki val. Í alvöru,“ bætti Klopp við.

Forseti Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hefur séð þessi skilaboð Klopp og hrifist af þeim.

,,Þakka ykkur, Jurgen Klopp og Liverpool, fyrir góð skilaboð til heimsins. Setjum heilsu fólks í forgang, drögum úr áhættu, hugum að þeim sem minna mega sín og sínum samúð. Þetta er leiðin okkar,“ sagði forsetinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×