Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 07:30 Heimir Hallgrímsson fagnar sigri Íra á Ungverjum á Puskás-leikvanginum í gær. Getty/ Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson fagnaði vel í leikslok en var yfirvegaður þegar hann mætti á blaðamannafundinn eftir dramatískan sigur á Ungverjum í Búdapest í gær. Undir hans stjórn gerðu Írar hið ótrúlega, unnu þrjá síðustu leiki sína í riðlinum og tryggðu sér sæti í umspilinu um laust HM-sæti. Blaðamaður Iris Mirror lýsti innkomu Eyjamannsins á blaðamannafundinn á Puskas-leikvanginum. „Hlátrasköllin og söngurinn heyrðust úr búningsklefa Íra niður ganginn frá risastóru blaðamannaherbergi Puskas-leikvangsins þegar írski landsliðsþjálfarinn settist niður til að kryfja það sem hann hafði nýverið orðið vitni að,“ skrifaði Mark McCadden hjá Irish Mirror. Súrrealískt að heyra þessi hljóð „Það var súrrealískt að heyra þessi hljóð og sjá í símunum okkar hvað var að gerast inni í búningsklefanum þökk sé Festy Ebosele, sem var með beina útsendingu af taumlausri gleðinni á Instagram. Á sama tíma var Hallgrímsson þó jafn svalur og búast mátti við af manni frá Íslandi,“ skrifaði McCadden. Hann sagði svo frá því sem Heimir talaði um á fundinum. „Ég veit hvar við erum stödd, ég veit hvað þetta þýðir, ekki bara fyrir þennan hóp,“ sagði Heimir. „Ég held að ef við höldum áfram að vaxa, ef við höldum áfram að vinna, þá snýst þetta ekki bara um þetta lið og vöxt þess og möguleikana á að komast á HM. Þetta mun hjálpa írska knattspyrnusambandinu fjárhagslega, sem mun svo aftur hjálpa öllum írskum fótbolta, kvennalandsliðinu, hverjum sem er,“ sagði Heimir. Fólk mun líta til baka eftir tíu ár „Þannig að nú er tími til að líta til baka og hugsa að þetta sé algjört tækifæri og möguleiki til vaxtar, ekki bara fyrir okkur heldur fyrir írskan fótbolta. Við ættum að meta það og hugsa um þessa stráka og ég vona að eftir tíu ár muni fólk líta til baka og segja að þessir strákar hafi byrjað þetta, að þetta sé liðið sem hóf þessa vegferð,“ sagði Heimir. Heimir hélt því fram á fundinum að hann lesi ekki blöðin og noti ekki samfélagsmiðla. Hann ætlar ekki að byrja á því eftir þennan frábæra árangur. „Þá væri kaldhæðnislegt að byrja að lesa allt þetta þegar maður afrekar eitthvað,“ sagði Heimir. Lýsti markinu við markið hans Arnórs á móti Austurríki Heimir lýsti sigurmarkinu hjá Troy Parrott samanborið við markið sem Arnór Ingvi Traustason skoraði í sigri Íslands á móti Austurríkismönnum á Stade de France á EM 2016. Hann var spurður hvort hann hefði upplifað eitthvað svipað og alsæluna sem fylgdi sigurmarki Parrott á síðustu stundu. „Já, það hef ég,“ sagði hann. „Á síðustu mínútunum skoraði Ísland gegn Austurríki í úrslitakeppni EM, það var alveg eins og þetta. En þessar stundir man maður það sem eftir er ævinnar þegar þær gerast svona,“ sagði Heimir. Blaðamaðurinn vildi þó gera lítið úr því og sagði að Ísland hefði nægt jafntefli í þessum leik á móti Austurríkismönnum en áttaði sig ekki á því að íslenska liðið átti þá í vök að verjast gegn Austurríkismönnum auk þess sem að sigurinn tryggði liðinu langþráðan leik á móti Englandi. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Blaðamaður Iris Mirror lýsti innkomu Eyjamannsins á blaðamannafundinn á Puskas-leikvanginum. „Hlátrasköllin og söngurinn heyrðust úr búningsklefa Íra niður ganginn frá risastóru blaðamannaherbergi Puskas-leikvangsins þegar írski landsliðsþjálfarinn settist niður til að kryfja það sem hann hafði nýverið orðið vitni að,“ skrifaði Mark McCadden hjá Irish Mirror. Súrrealískt að heyra þessi hljóð „Það var súrrealískt að heyra þessi hljóð og sjá í símunum okkar hvað var að gerast inni í búningsklefanum þökk sé Festy Ebosele, sem var með beina útsendingu af taumlausri gleðinni á Instagram. Á sama tíma var Hallgrímsson þó jafn svalur og búast mátti við af manni frá Íslandi,“ skrifaði McCadden. Hann sagði svo frá því sem Heimir talaði um á fundinum. „Ég veit hvar við erum stödd, ég veit hvað þetta þýðir, ekki bara fyrir þennan hóp,“ sagði Heimir. „Ég held að ef við höldum áfram að vaxa, ef við höldum áfram að vinna, þá snýst þetta ekki bara um þetta lið og vöxt þess og möguleikana á að komast á HM. Þetta mun hjálpa írska knattspyrnusambandinu fjárhagslega, sem mun svo aftur hjálpa öllum írskum fótbolta, kvennalandsliðinu, hverjum sem er,“ sagði Heimir. Fólk mun líta til baka eftir tíu ár „Þannig að nú er tími til að líta til baka og hugsa að þetta sé algjört tækifæri og möguleiki til vaxtar, ekki bara fyrir okkur heldur fyrir írskan fótbolta. Við ættum að meta það og hugsa um þessa stráka og ég vona að eftir tíu ár muni fólk líta til baka og segja að þessir strákar hafi byrjað þetta, að þetta sé liðið sem hóf þessa vegferð,“ sagði Heimir. Heimir hélt því fram á fundinum að hann lesi ekki blöðin og noti ekki samfélagsmiðla. Hann ætlar ekki að byrja á því eftir þennan frábæra árangur. „Þá væri kaldhæðnislegt að byrja að lesa allt þetta þegar maður afrekar eitthvað,“ sagði Heimir. Lýsti markinu við markið hans Arnórs á móti Austurríki Heimir lýsti sigurmarkinu hjá Troy Parrott samanborið við markið sem Arnór Ingvi Traustason skoraði í sigri Íslands á móti Austurríkismönnum á Stade de France á EM 2016. Hann var spurður hvort hann hefði upplifað eitthvað svipað og alsæluna sem fylgdi sigurmarki Parrott á síðustu stundu. „Já, það hef ég,“ sagði hann. „Á síðustu mínútunum skoraði Ísland gegn Austurríki í úrslitakeppni EM, það var alveg eins og þetta. En þessar stundir man maður það sem eftir er ævinnar þegar þær gerast svona,“ sagði Heimir. Blaðamaðurinn vildi þó gera lítið úr því og sagði að Ísland hefði nægt jafntefli í þessum leik á móti Austurríkismönnum en áttaði sig ekki á því að íslenska liðið átti þá í vök að verjast gegn Austurríkismönnum auk þess sem að sigurinn tryggði liðinu langþráðan leik á móti Englandi.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira