Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2025 22:18 Heimir Hallgrímsson og hans menn hafa fært Írum mikla gleði sem verður ekki minni ef liðið nær svo alla leið inn á HM. Það gæti kallað á fleiri tattú. Samsett/Getty/Twitter Ætla mætti að Írar væru komnir inn á HM 2026 í fótbolta, svo mikil er gleði manna eftir sigrana mögnuðu gegn Portúgal og Ungverjalandi sem komu liðinu í HM-umspilið. Gleðin var til að mynda ósvikin á flugvellinum í Dublin. Írarnir hans Heimis Hallgrímssonar gerðu nokkuð sem sárafáir bjuggust við þegar þeir unnu bæði Portúgal á heimavelli, 2-0, og svo ótrúlegan endurkomusigur gegn Ungverjum í Búdapest í gær, 3-2. Þess vegna eiga þeir enn von um að komast á stærsta heimsmeistaramót sögunnar, í Norður-Ameríku næsta sumar, en til þess þurfa þeir að slá út tvo andstæðinga í umspilinu í lok mars. Á Twitter-síðu flugvallarins í Dublin hafa menn verið í miklu stuði síðasta sólarhringinn og meðal annars grínast með það að Liverpool-maðurinn Dominik Szoboszlai, fyrirliði Ungverja, hafi ekki heimild til að ferðast til Bandaríkjanna. U.S pre-clearance. Some have it, some don’t. pic.twitter.com/oHsbiNIc7y— Troy Parrott International Airport 🦜 (@DublinAirport) November 17, 2025 Þá þóttust þeir hafa breytt nafninu á flugvellinum og nefnt hann eftir Troy Parrott, manninum sem skoraði öll fimm mörkin í leikjunum gegn Portúgal og Unverjalandi, þar á meðal dramatíska sigurmarkið á lokasekúndunum gegn Ungverjum. Dublin Airport admin waking up and releasing they took it upon themselves to rename the airport yesterday… 🦜 pic.twitter.com/vM7m6W69GO— Troy Parrott International Airport 🦜 (@DublinAirport) November 17, 2025 Á flugvellinum var líka hoppað, klappað og fagnað ákaft þegar Parrott tryggði sigurinn gegn Ungverjum, og sömu sögu er að segja af knæpum víða um Írland og jafnvel á Balí, eins og sjá má hér að neðan. Dublin airport pub right now. 90+6 #Ireland off to the playoffs pic.twitter.com/KaXrz1mEOJ— Zuzana Botikova (@zuzinuanella) November 16, 2025 The Troy Parrott reaction video from An Dun Rí in Dunmore is pretty special.The urge to take the shirt off is just human nature pic.twitter.com/S0Y4FTS8Y0— Balls.ie (@ballsdotie) November 17, 2025 This is the farthest from home reaction to Troy Parrott's goal: Tir na Nog Irish bar in BaliH/t Ciaran Humphreys pic.twitter.com/k7wvCv4M7q— Balls.ie (@ballsdotie) November 17, 2025 Þegar stuðningsmenn Írlands sneru svo heim frá Búdapest í dag voru þeir teknir tali á flugvellinum í Dublin, og í ljós kom að sumir höfðu gengið svo langt að fá sér húðflúr eftir sigurinn. A trip to remember! 🦜🇮🇪⚽️Derek Byrne and Adam Bollard from Dublin don’t just have the memories from Budapest! They’ve got “pecked by the parrot” tattoos to remember the trip by. “There’s a t missing, but there you go. I can’t remember getting it!” 🤣 pic.twitter.com/IVJjZ6mQ9j— Troy Parrott International Airport 🦜 (@DublinAirport) November 17, 2025 „Goggaðir af páfagauknum“, eða „Pecked by the parrot“ var tattúáletrunin sem varð fyrir valinu en reyndar átti að standa Parrott, til heiðurs hetju írska liðsins. „Það vantar t en svona er þetta. Ég man ekki eftir að hafa fengið mér þetta,“ sagði þessi hressi stuðningsmaður sem eflaust er hæstánægður með viðsnúning írska liðsins undir stjórn Heimis. Hafa ber í huga að Írar hafa ekki komist á HM í yfir tuttugu ár, eða frá árinu 2002, og ekki spilað á stórmóti síðan á EM 2016. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Golf Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Írarnir hans Heimis Hallgrímssonar gerðu nokkuð sem sárafáir bjuggust við þegar þeir unnu bæði Portúgal á heimavelli, 2-0, og svo ótrúlegan endurkomusigur gegn Ungverjum í Búdapest í gær, 3-2. Þess vegna eiga þeir enn von um að komast á stærsta heimsmeistaramót sögunnar, í Norður-Ameríku næsta sumar, en til þess þurfa þeir að slá út tvo andstæðinga í umspilinu í lok mars. Á Twitter-síðu flugvallarins í Dublin hafa menn verið í miklu stuði síðasta sólarhringinn og meðal annars grínast með það að Liverpool-maðurinn Dominik Szoboszlai, fyrirliði Ungverja, hafi ekki heimild til að ferðast til Bandaríkjanna. U.S pre-clearance. Some have it, some don’t. pic.twitter.com/oHsbiNIc7y— Troy Parrott International Airport 🦜 (@DublinAirport) November 17, 2025 Þá þóttust þeir hafa breytt nafninu á flugvellinum og nefnt hann eftir Troy Parrott, manninum sem skoraði öll fimm mörkin í leikjunum gegn Portúgal og Unverjalandi, þar á meðal dramatíska sigurmarkið á lokasekúndunum gegn Ungverjum. Dublin Airport admin waking up and releasing they took it upon themselves to rename the airport yesterday… 🦜 pic.twitter.com/vM7m6W69GO— Troy Parrott International Airport 🦜 (@DublinAirport) November 17, 2025 Á flugvellinum var líka hoppað, klappað og fagnað ákaft þegar Parrott tryggði sigurinn gegn Ungverjum, og sömu sögu er að segja af knæpum víða um Írland og jafnvel á Balí, eins og sjá má hér að neðan. Dublin airport pub right now. 90+6 #Ireland off to the playoffs pic.twitter.com/KaXrz1mEOJ— Zuzana Botikova (@zuzinuanella) November 16, 2025 The Troy Parrott reaction video from An Dun Rí in Dunmore is pretty special.The urge to take the shirt off is just human nature pic.twitter.com/S0Y4FTS8Y0— Balls.ie (@ballsdotie) November 17, 2025 This is the farthest from home reaction to Troy Parrott's goal: Tir na Nog Irish bar in BaliH/t Ciaran Humphreys pic.twitter.com/k7wvCv4M7q— Balls.ie (@ballsdotie) November 17, 2025 Þegar stuðningsmenn Írlands sneru svo heim frá Búdapest í dag voru þeir teknir tali á flugvellinum í Dublin, og í ljós kom að sumir höfðu gengið svo langt að fá sér húðflúr eftir sigurinn. A trip to remember! 🦜🇮🇪⚽️Derek Byrne and Adam Bollard from Dublin don’t just have the memories from Budapest! They’ve got “pecked by the parrot” tattoos to remember the trip by. “There’s a t missing, but there you go. I can’t remember getting it!” 🤣 pic.twitter.com/IVJjZ6mQ9j— Troy Parrott International Airport 🦜 (@DublinAirport) November 17, 2025 „Goggaðir af páfagauknum“, eða „Pecked by the parrot“ var tattúáletrunin sem varð fyrir valinu en reyndar átti að standa Parrott, til heiðurs hetju írska liðsins. „Það vantar t en svona er þetta. Ég man ekki eftir að hafa fengið mér þetta,“ sagði þessi hressi stuðningsmaður sem eflaust er hæstánægður með viðsnúning írska liðsins undir stjórn Heimis. Hafa ber í huga að Írar hafa ekki komist á HM í yfir tuttugu ár, eða frá árinu 2002, og ekki spilað á stórmóti síðan á EM 2016.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Golf Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira