Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 06:19 Juninho Bacuna og Leandro Bacuna, lansliðsmenn Curacao, fagna sigri í undankeppni HM sem varð söguleg fyrir þessa fámenny þjóð. Getty/GERRIT VAN COLOGNE Curacao varð í nótt fámennasta þjóð sögunnar til að tryggja sér sæti á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu eftir að hafa náð 0-0 jafntefli gegn Jamaíka á lokadegi undankeppni Norður- og Mið-Ameríku, CONCACAF. Panama og Haítí tryggðu sér einnig sæti á HM í spennandi lokaumferð undankeppninnar þaðan sem allar gestgjafaþjóðirnar þrjár, Bandaríkin, Mexíkó og Kanada eiga þegar öruggt sæti. Hin agnarsmáa eyþjóð í Karíbahafi telur aðeins 156.115 íbúa og er einungis 444 ferkílómetrar að stærð. Curacao var eina ósigraða þjóðin í keppninni og endaði á toppi B-riðils með tólf stig. Þeir slógu met Íslands frá árinu 2018 þegar íslenska landsliðið komst á HM í Rússlandi með rúmlega 350.000 íbúa. View this post on Instagram A post shared by Curaçao National Football Team (@thebluewaveffk) Curacao, undir stjórn Dick Advocaat, fyrrverandi stjóra í ensku úrvalsdeildinni, sem missti af leiknum gegn Jamaíka af persónulegum ástæðum, fór taplaust í gegnum alla undankeppnina og vann meðal annars risastóran 7-0 sigur á Bermúda á leið sinni að HM-sætinu. Advocaat stýrði hollenska landsliðinu þrisvar sinnum og þjálfaði einnig Suður-Kóreu, Belgíu og Rússland áður en hann tók við liði Curaçao. Curacao fær að vita hvaða liðum það mætir í riðlakeppninni í sinni fyrstu sögulegu þátttöku á HM næsta sumar þegar dregið verður 5. desember í Kennedy Center í Washington D.C. Panama komst á sitt annað heimsmeistaramót eftir 3-0 sigur á El Salvador með mörkum frá Cesar Blackman og Erick Davis í fyrri hálfleik. Jose Luis Rodriguez bætti við marki fyrir Panama, en eina fyrri þátttaka þeirra á HM var í Rússlandi 2018. Panama endaði sem besta liðið í A-riðli með tólf stig á meðan Súrínam, sem leiddi riðilinn á markamun fyrir lokaumferðina, tapaði 3-1 gegn Gvatemala og endaði í öðru sæti með níu stig. Haítí átti óvænt góða undankeppni og vann C-riðil. Liðið varð á undan sigurstranglegri liðum Hondúras og Kosta Ríka eftir 2-1 sigur á Níkaragva. Úrslitin í C-riðli þýða að hvorki Hondúras né Kosta Ríka taka þátt í mótinu næsta sumar. Loicious Deedson opnaði markareikninginn á níundu mínútu og Ruben Providence bætti við marki á 45. mínútu. Eina fyrri þátttaka Haítí á HM var í Þýskalandi árið 1974. Haítí endaði með ellefu stig á meðan Hondúras hafði níu og Kosta Ríka endaði með sjö. Liðin í öðru sæti, Jamaíka og Súrínam, tryggðu sér síðustu tvö sæti CONCACAF í umspili milli álfusambanda FIFA og munu keppa við Bólivíu, Nýju-Kaledóníu, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó og Írak í sex liða móti í mars um tvö laus sæti á HM. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Sjá meira
Panama og Haítí tryggðu sér einnig sæti á HM í spennandi lokaumferð undankeppninnar þaðan sem allar gestgjafaþjóðirnar þrjár, Bandaríkin, Mexíkó og Kanada eiga þegar öruggt sæti. Hin agnarsmáa eyþjóð í Karíbahafi telur aðeins 156.115 íbúa og er einungis 444 ferkílómetrar að stærð. Curacao var eina ósigraða þjóðin í keppninni og endaði á toppi B-riðils með tólf stig. Þeir slógu met Íslands frá árinu 2018 þegar íslenska landsliðið komst á HM í Rússlandi með rúmlega 350.000 íbúa. View this post on Instagram A post shared by Curaçao National Football Team (@thebluewaveffk) Curacao, undir stjórn Dick Advocaat, fyrrverandi stjóra í ensku úrvalsdeildinni, sem missti af leiknum gegn Jamaíka af persónulegum ástæðum, fór taplaust í gegnum alla undankeppnina og vann meðal annars risastóran 7-0 sigur á Bermúda á leið sinni að HM-sætinu. Advocaat stýrði hollenska landsliðinu þrisvar sinnum og þjálfaði einnig Suður-Kóreu, Belgíu og Rússland áður en hann tók við liði Curaçao. Curacao fær að vita hvaða liðum það mætir í riðlakeppninni í sinni fyrstu sögulegu þátttöku á HM næsta sumar þegar dregið verður 5. desember í Kennedy Center í Washington D.C. Panama komst á sitt annað heimsmeistaramót eftir 3-0 sigur á El Salvador með mörkum frá Cesar Blackman og Erick Davis í fyrri hálfleik. Jose Luis Rodriguez bætti við marki fyrir Panama, en eina fyrri þátttaka þeirra á HM var í Rússlandi 2018. Panama endaði sem besta liðið í A-riðli með tólf stig á meðan Súrínam, sem leiddi riðilinn á markamun fyrir lokaumferðina, tapaði 3-1 gegn Gvatemala og endaði í öðru sæti með níu stig. Haítí átti óvænt góða undankeppni og vann C-riðil. Liðið varð á undan sigurstranglegri liðum Hondúras og Kosta Ríka eftir 2-1 sigur á Níkaragva. Úrslitin í C-riðli þýða að hvorki Hondúras né Kosta Ríka taka þátt í mótinu næsta sumar. Loicious Deedson opnaði markareikninginn á níundu mínútu og Ruben Providence bætti við marki á 45. mínútu. Eina fyrri þátttaka Haítí á HM var í Þýskalandi árið 1974. Haítí endaði með ellefu stig á meðan Hondúras hafði níu og Kosta Ríka endaði með sjö. Liðin í öðru sæti, Jamaíka og Súrínam, tryggðu sér síðustu tvö sæti CONCACAF í umspili milli álfusambanda FIFA og munu keppa við Bólivíu, Nýju-Kaledóníu, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó og Írak í sex liða móti í mars um tvö laus sæti á HM. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Sjá meira