Ragnar Þór: Röskun á skólastarfi fer eftir ytri aðstæðum og hvort fólk sýni samfélagslega ábyrgð Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2020 16:14 Ragnar Þór Pétursson var einn þeirra sem sat fyrir svörum á upplýsingafundi almennavarna vegna veirunnar klukkan 14. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur biðlað til bæði almennings og atvinnulífsins um að sýna sveigjanleika í þeirri baráttu sem framundan er í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ragnar Þór var einn þeirra sem sat fyrir svörum á upplýsingafundi almennavarna vegna veirunnar klukkan 14. Hann sagði yfirlýsingu að vænta frá skólayfirvöldum um hvernig skólastarfi yrði háttað. Hann sagði að skólakerfið muni raskast, en að umfangið færi eftir ytri aðstæðum og hvort fólk sýni samfélagslega ábyrgð. Sagði Ragnar að álagið yrði mest á leikskólastiginu. „Mig langar að höfða til ábyrgðarkenndar almennings og sérstaklega atvinnulífsins með það að ef fólk er í aðstöðu til þess að vinna heima, að veita sveigjanleika og halda leikskólabörnum heima - gerið það,“ sagði Ragnar Þór.Foreldrar bregðist við Ragnar Þór segir mikilvægt að foreldrar geti brugðist við því ef börn þurfi að vera heima. Ekki skuli senda börn til ömmu og afa af augljósum ástæðum, en eldra fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir veirunni. Formaðurinn sagði engar töfralausnir vera í stöðunni og varaði hann við yfirlýsingum þess efnis. Það sé ekki svo að það sé hægt að skella öllu námi í fjarnám.Sumir kennarar í áhættuhópi Öryggi og velferð allra sé forgangsmál og það sé uppörvandi að sjá hópa kennara bjóða fram aðstoð sína til kollega. Kennarasambandið muni aðstoða við slíkt samstarf eftir fremsta megni. Hann nefndi sömuleiðis að það sé ljóst að sumir kennarar séu í áhættuhópi og slíkt þurfi að virða. Einhugur sé innan Kennarasambandsins um það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur biðlað til bæði almennings og atvinnulífsins um að sýna sveigjanleika í þeirri baráttu sem framundan er í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ragnar Þór var einn þeirra sem sat fyrir svörum á upplýsingafundi almennavarna vegna veirunnar klukkan 14. Hann sagði yfirlýsingu að vænta frá skólayfirvöldum um hvernig skólastarfi yrði háttað. Hann sagði að skólakerfið muni raskast, en að umfangið færi eftir ytri aðstæðum og hvort fólk sýni samfélagslega ábyrgð. Sagði Ragnar að álagið yrði mest á leikskólastiginu. „Mig langar að höfða til ábyrgðarkenndar almennings og sérstaklega atvinnulífsins með það að ef fólk er í aðstöðu til þess að vinna heima, að veita sveigjanleika og halda leikskólabörnum heima - gerið það,“ sagði Ragnar Þór.Foreldrar bregðist við Ragnar Þór segir mikilvægt að foreldrar geti brugðist við því ef börn þurfi að vera heima. Ekki skuli senda börn til ömmu og afa af augljósum ástæðum, en eldra fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir veirunni. Formaðurinn sagði engar töfralausnir vera í stöðunni og varaði hann við yfirlýsingum þess efnis. Það sé ekki svo að það sé hægt að skella öllu námi í fjarnám.Sumir kennarar í áhættuhópi Öryggi og velferð allra sé forgangsmál og það sé uppörvandi að sjá hópa kennara bjóða fram aðstoð sína til kollega. Kennarasambandið muni aðstoða við slíkt samstarf eftir fremsta megni. Hann nefndi sömuleiðis að það sé ljóst að sumir kennarar séu í áhættuhópi og slíkt þurfi að virða. Einhugur sé innan Kennarasambandsins um það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira