Innlent

Býst við því að einhver starfsmanna hafi smitast

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví.

Maðurinn, sem var ástralskur, hafði verið á ferðalagi um landið þegar hann þurfti á læknishjálp að halda á Húsavík. Fljótt var ljóst að ástand hans var alvarlegt og því var fjöldi starfsmanna kallaður til.

„Þetta voru tveir einstaklingar sem voru þarna. Annars vegar aðstandandi og sá sem var í þessum vandræðum og þetta var nokkuð löng aðgerð og þurfti að skipta mannskap inn. Þetta er endurlífgun þar sem þarf mikinn mannskap,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

Ekki liggur fyrir hver dánarorsök mannsins var en bæði hann og eiginkona hans greindustu með kórónuveiruna. Því var ákveðið að setja alla þá sem komu nálægt þeim hjónum í sóttkví eða um tuttugu manns. „Það er hins vegar ljóst að þessi einstaklingar báðir voru með þessa sýkingu og þannig að það eru talsverðar líkur á að eitthvað af þessum starfsmönnum muni fá einhver einkenni,“ segir Jón Helgi.

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir fólki brugðið.Vísir/Rafnar Orri
Sveitastjóri Norðurþings segir íbúum brugði. „Þó að allir gerir sér grein fyrir því að fyrsta tilvikið af þessari veirusýkingu myndi örugglega á einhverjum tímapunkti berast hingað þá er svona þessi atburður var auðvitað hristi upp í fólki en mér finnst nú fólk heilt yfir vera bara yfirvegað engu að síður,“ segir Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings.

„Ég held líka að þetta atvik sýni í rauninni bara hvaða áhættu heilbrigðisstarfsfólk er í þegar svona, hvað á ég að segja, faraldur er í gangi og það sé miklvægt hjá okkur að virða þeirra störf og vera að beina núna til þeirra erindum sem að virkilega eiga erindi til, hvað segi ég, heilbriðigsstarfsfólks. Verja það eins og við getum,“ segir Jón Helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×