Býst við því að einhver starfsmanna hafi smitast Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. mars 2020 20:00 Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví. Maðurinn, sem var ástralskur, hafði verið á ferðalagi um landið þegar hann þurfti á læknishjálp að halda á Húsavík. Fljótt var ljóst að ástand hans var alvarlegt og því var fjöldi starfsmanna kallaður til. „Þetta voru tveir einstaklingar sem voru þarna. Annars vegar aðstandandi og sá sem var í þessum vandræðum og þetta var nokkuð löng aðgerð og þurfti að skipta mannskap inn. Þetta er endurlífgun þar sem þarf mikinn mannskap,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Ekki liggur fyrir hver dánarorsök mannsins var en bæði hann og eiginkona hans greindustu með kórónuveiruna. Því var ákveðið að setja alla þá sem komu nálægt þeim hjónum í sóttkví eða um tuttugu manns. „Það er hins vegar ljóst að þessi einstaklingar báðir voru með þessa sýkingu og þannig að það eru talsverðar líkur á að eitthvað af þessum starfsmönnum muni fá einhver einkenni,“ segir Jón Helgi.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir fólki brugðið.Vísir/Rafnar OrriSveitastjóri Norðurþings segir íbúum brugði. „Þó að allir gerir sér grein fyrir því að fyrsta tilvikið af þessari veirusýkingu myndi örugglega á einhverjum tímapunkti berast hingað þá er svona þessi atburður var auðvitað hristi upp í fólki en mér finnst nú fólk heilt yfir vera bara yfirvegað engu að síður,“ segir Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings. „Ég held líka að þetta atvik sýni í rauninni bara hvaða áhættu heilbrigðisstarfsfólk er í þegar svona, hvað á ég að segja, faraldur er í gangi og það sé miklvægt hjá okkur að virða þeirra störf og vera að beina núna til þeirra erindum sem að virkilega eiga erindi til, hvað segi ég, heilbriðigsstarfsfólks. Verja það eins og við getum,“ segir Jón Helgi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Norðurþing Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví. Maðurinn, sem var ástralskur, hafði verið á ferðalagi um landið þegar hann þurfti á læknishjálp að halda á Húsavík. Fljótt var ljóst að ástand hans var alvarlegt og því var fjöldi starfsmanna kallaður til. „Þetta voru tveir einstaklingar sem voru þarna. Annars vegar aðstandandi og sá sem var í þessum vandræðum og þetta var nokkuð löng aðgerð og þurfti að skipta mannskap inn. Þetta er endurlífgun þar sem þarf mikinn mannskap,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Ekki liggur fyrir hver dánarorsök mannsins var en bæði hann og eiginkona hans greindustu með kórónuveiruna. Því var ákveðið að setja alla þá sem komu nálægt þeim hjónum í sóttkví eða um tuttugu manns. „Það er hins vegar ljóst að þessi einstaklingar báðir voru með þessa sýkingu og þannig að það eru talsverðar líkur á að eitthvað af þessum starfsmönnum muni fá einhver einkenni,“ segir Jón Helgi.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir fólki brugðið.Vísir/Rafnar OrriSveitastjóri Norðurþings segir íbúum brugði. „Þó að allir gerir sér grein fyrir því að fyrsta tilvikið af þessari veirusýkingu myndi örugglega á einhverjum tímapunkti berast hingað þá er svona þessi atburður var auðvitað hristi upp í fólki en mér finnst nú fólk heilt yfir vera bara yfirvegað engu að síður,“ segir Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings. „Ég held líka að þetta atvik sýni í rauninni bara hvaða áhættu heilbrigðisstarfsfólk er í þegar svona, hvað á ég að segja, faraldur er í gangi og það sé miklvægt hjá okkur að virða þeirra störf og vera að beina núna til þeirra erindum sem að virkilega eiga erindi til, hvað segi ég, heilbriðigsstarfsfólks. Verja það eins og við getum,“ segir Jón Helgi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Norðurþing Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent