Bandaríska dragdrottningin Chi Chi DeVayne, sem þekktust er fyrir að hafa komið fram í tveimur þáttaröðum af RuPaul's Drag Race, er látin, 34 ára að aldri.
DeVayne, sem hét Zavion Davenport réttu nafni, kom fram í áttundi þáttaröð RuPaul's Drag Race og sömuleiðis þriðju þáttaröð RuPaul's Drag Race All Stars.
Chi Chi DeVayne sagði frá því á Instagram í síðustu viku að nú væri á sjúkrahúsi vegna „krónískra veikinda“ og væri það í annað sinn á þessu ári.
RuPaul minnst DeVayne á Twitter-síðu þáttarins og segist þar miður sín vegna fréttanna um andlát DeVayne og þakklátur að hafa fengið að kynnast þessari góðu og fallegu sál. Hennar verður saknað og ætíð minnst.
"I am heartbroken to learn of the passing of Chi Chi DeVayne.
— RuPaul's Drag Race (@RuPaulsDragRace) August 20, 2020
I am so grateful that we got to experience her kind and beautiful soul.
She will be dearly missed, but never forgotten. May her generous and loving spirit shine down on us all." RuPaul (1/2) pic.twitter.com/iN3oT3R2dG
DeVayne hafnaði í fjórða sætti í áttundu þáttaröðinni, sem sýnd var árið 2016 og svo í áttunda sæti þriðju þáttaraðar RuPaul's Drag Race All Stars.
BBC segir frá því að árið 2018 hafi DeVayne greinst með herslishúð (e. scleroderma) sem er sjálfsofnæmissjúkdómur.