Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Hrund Þórsdóttir skrifar

Þrjú ný tilfelli af kórónuveirunni greindust í dag og er fjöldi smita hér á landi því kominn upp í sex. Handspritti verður skammtað til lyfsala í sendingu sem kemur í lok vikunnar og verður áhersla lögð á að sjúkrahús hafi nóg.

Sóttvarnalæknir leggur mikla áhersu á að fólk fari eftir leiðbeiningum um kórónuveiruna á vef landlæknis, en fjallað verður nánar um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.

Í fréttatímanum fjöllum við líka um þá staðreynd að hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konu með þroskahömlun, en þetta mál var til umfjöllunar í fréttaskýringarþættinum Kompás sem birtist á Vísi í dag. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni í fyrra og segir ein kvennanna að kúnnar hennar séu um sjötíu talsins.

Loks hittum við ástríðufullan steinasafnara á Djúpavogi, en Austurland er ríkt af skrautsteinum. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.