Innlent

Flokks­stjórnar­fundi Sam­fylkingarinnar frestað vegna kórónu­veirunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Stjórn Samfylkingarinnar hefur ákveðið að fresta vorfundi flokksstjórnar vegna kórónuveirufaraldursins.
Stjórn Samfylkingarinnar hefur ákveðið að fresta vorfundi flokksstjórnar vegna kórónuveirufaraldursins. vísir/vilhelm

Vorfundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fundinn átti að halda í Hljómahöll Reykjanesbæjar laugardaginn 7. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni.

Ekki er búið að ákveða hvenær fundurinn verður haldinn og segir í tilkynningunni að ákvörðunin hafi verið tekin að vandlega athuguðu máli með stjórn flokksins. Hætta væri á að fólk sem viðkvæmt er fyrir smiti á kórónuveirunni eða eigi ættingja sem það eru veigri sér við að mæta á fjölmenna fundi sem þessa. Stjórnin vilji ekki skapa lýðræðishalla á slíkum fundi þar sem stefnumótandi ákvarðanir eru teknar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×